Gísli Tryggvason dregur sig í hlé

Gísli Tryggvason, lögmaður og fyrrverandi talsmaður neytenda, sem skipað hefur forystusveit Dögunar, hefur ákveðið að hætta í framlínu stjórnmála. Þetta má lesa í nýlegri Twitter-færslu Gísla.

Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason

 

Nafn Gísla var nefnt sem leiðtogaefni Dögunar í Kópavogi en flokkurinn undirbýr nú framboð til sveitarstjórnarkosninga víða um land.

Fyrir nokkru sagði Gísli sig úr nefnd sem undirbýr sveitarstjórnarframboð Dögunar. Aðspurður segist Gísli nú ætla að einbeita sér að lögmennsku og uppbyggingu á rekstri lögmannsstofunnar VestNord lögmanna sem hann stofnaði í upphafi árs ásamt félaga sínum, Eyjólfi Ármannssyni hdl.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar