Giuseppe Verdi boðið í afmælisveislu í Salnum

!cid_image003_png@01CF184A

Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhús þeirra Vigdísar Finnbogadóttur og Sveins Einarssonar efndu til mikillar söngveislu í Salnum í Kópavogi föstudaginn 8. nóvember síðastliðinn í tilefni af því að í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu eins ástsælasta tónskálds allra tíma, Giuseppe Verdis. Sýningin gekk glimrandi vel og verður hún því endursýnd þann 24. janúar kl. 20:00 í Salnum.

Fluttar verða aríur, dúettar, terzettar og kvartettar úr óperum Verdis m.a. úr La traviata, Simon Boccanegra, Kvöldi á Sikiley, Il trovatore, Valdi örlaganna, Don Carlos, Aidu, Othello og Grímudansleiknum, Nabucco og að auki atriði úr Sálumessu tónskáldsins.

Söngvarar: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Valdimar Hilmarsson.

Píanó: Antonia Hevesi.

Verdi: Randver Þorláksson.

Vonarstrætisleikhúsið hefur starfað í rúm fjögur ár og meðal markmiða þess er samstarf við ungt listafólk. Nýlega stóð leikhúsið þannig fyrir frásagnarleikhúsi, þar sem tveir ungir höfundar fluttu eigin texta.

leikstjóri í Salnum þetta kvöld verður Sveinn Einarsson, en Páll Ragnarsson, fyrrum ljósameistari Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar hannar lýsinguna.

Giuseppe Verdi hefur verið boðið í þessa afmælisveislu og stefnir allt í að hann þekkist það boð. Mun Randver Þorláksson taka á móti honum fyrir hönd hópsins. Þá er og von á óvæntum gestasöngvara.

!cid_image002_jpg@01CF184A

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Mynd: Herbert Guðmundsson.
Vallargerdi_Karsnesskoli-1
AnnaKlara_1
Digranes
Kleifakor
Screenshot-2023-10-04-at-06.47.02
Theodora
1d43e201-4cd7-4596-a99e-154fc72e4256
WP_20150609_20_29_48_Raw