Giuseppe Verdi boðið í afmælisveislu í Salnum

!cid_image003_png@01CF184A

Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhús þeirra Vigdísar Finnbogadóttur og Sveins Einarssonar efndu til mikillar söngveislu í Salnum í Kópavogi föstudaginn 8. nóvember síðastliðinn í tilefni af því að í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu eins ástsælasta tónskálds allra tíma, Giuseppe Verdis. Sýningin gekk glimrandi vel og verður hún því endursýnd þann 24. janúar kl. 20:00 í Salnum.

Fluttar verða aríur, dúettar, terzettar og kvartettar úr óperum Verdis m.a. úr La traviata, Simon Boccanegra, Kvöldi á Sikiley, Il trovatore, Valdi örlaganna, Don Carlos, Aidu, Othello og Grímudansleiknum, Nabucco og að auki atriði úr Sálumessu tónskáldsins.

Söngvarar: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Valdimar Hilmarsson.

Píanó: Antonia Hevesi.

Verdi: Randver Þorláksson.

Vonarstrætisleikhúsið hefur starfað í rúm fjögur ár og meðal markmiða þess er samstarf við ungt listafólk. Nýlega stóð leikhúsið þannig fyrir frásagnarleikhúsi, þar sem tveir ungir höfundar fluttu eigin texta.

leikstjóri í Salnum þetta kvöld verður Sveinn Einarsson, en Páll Ragnarsson, fyrrum ljósameistari Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar hannar lýsinguna.

Giuseppe Verdi hefur verið boðið í þessa afmælisveislu og stefnir allt í að hann þekkist það boð. Mun Randver Þorláksson taka á móti honum fyrir hönd hópsins. Þá er og von á óvæntum gestasöngvara.

!cid_image002_jpg@01CF184A

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn