Giuseppe Verdi boðið í afmælisveislu í Salnum

!cid_image003_png@01CF184A

Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhús þeirra Vigdísar Finnbogadóttur og Sveins Einarssonar efndu til mikillar söngveislu í Salnum í Kópavogi föstudaginn 8. nóvember síðastliðinn í tilefni af því að í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu eins ástsælasta tónskálds allra tíma, Giuseppe Verdis. Sýningin gekk glimrandi vel og verður hún því endursýnd þann 24. janúar kl. 20:00 í Salnum.

Fluttar verða aríur, dúettar, terzettar og kvartettar úr óperum Verdis m.a. úr La traviata, Simon Boccanegra, Kvöldi á Sikiley, Il trovatore, Valdi örlaganna, Don Carlos, Aidu, Othello og Grímudansleiknum, Nabucco og að auki atriði úr Sálumessu tónskáldsins.

Söngvarar: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Valdimar Hilmarsson.

Píanó: Antonia Hevesi.

Verdi: Randver Þorláksson.

Vonarstrætisleikhúsið hefur starfað í rúm fjögur ár og meðal markmiða þess er samstarf við ungt listafólk. Nýlega stóð leikhúsið þannig fyrir frásagnarleikhúsi, þar sem tveir ungir höfundar fluttu eigin texta.

leikstjóri í Salnum þetta kvöld verður Sveinn Einarsson, en Páll Ragnarsson, fyrrum ljósameistari Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar hannar lýsinguna.

Giuseppe Verdi hefur verið boðið í þessa afmælisveislu og stefnir allt í að hann þekkist það boð. Mun Randver Þorláksson taka á móti honum fyrir hönd hópsins. Þá er og von á óvæntum gestasöngvara.

!cid_image002_jpg@01CF184A

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar