Gjábakki 20 ára.

gjabakkaiafmaeli10

Félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi, Gjábakki, varð 20 ára um helgina og af því tilefni var haldin vegleg afmælishátíð í Salnum. Gjábakki tók til starfa 11. maí 1993. Síðan þá hafa tvær aðrar félagsmiðstöðvar verið opnaðar í bænum, Gullsmári árið 1998 og Boðinn í Boðaþingi árið 2007.

Afmælisdagskráin í Salnum var fjölbreytt og var fullt út að dyrum. Haldnar voru ræður, sungið, dansað og leikið. Að dagskrá lokinni var boðið upp á veitingar í anddyri Salarins.

Í Gjábakka ríkir sú hugmyndafræði, eins og í hinum félagsmiðstöðvunum, að eldri borgarar eigi sjálfir að stjórna ferðinni í starfinu. Í kringum þrjú til fjögur hundruð manns sækja Gjábakka heim í viku hverri.

Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Til dæmis er hægt að fara í leiklist, læra dans, taka þátt í hlátursnámskeiðum og fara á galakvöld.

Starfið í Gjábakka er unnið í góðu samstarfi við Félag eldri borgara í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór