Gjábakki 20 ára.

gjabakkaiafmaeli10

Félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi, Gjábakki, varð 20 ára um helgina og af því tilefni var haldin vegleg afmælishátíð í Salnum. Gjábakki tók til starfa 11. maí 1993. Síðan þá hafa tvær aðrar félagsmiðstöðvar verið opnaðar í bænum, Gullsmári árið 1998 og Boðinn í Boðaþingi árið 2007.

Afmælisdagskráin í Salnum var fjölbreytt og var fullt út að dyrum. Haldnar voru ræður, sungið, dansað og leikið. Að dagskrá lokinni var boðið upp á veitingar í anddyri Salarins.

Í Gjábakka ríkir sú hugmyndafræði, eins og í hinum félagsmiðstöðvunum, að eldri borgarar eigi sjálfir að stjórna ferðinni í starfinu. Í kringum þrjú til fjögur hundruð manns sækja Gjábakka heim í viku hverri.

Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Til dæmis er hægt að fara í leiklist, læra dans, taka þátt í hlátursnámskeiðum og fara á galakvöld.

Starfið í Gjábakka er unnið í góðu samstarfi við Félag eldri borgara í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn