Gjábakki 20 ára.

gjabakkaiafmaeli10

Félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi, Gjábakki, varð 20 ára um helgina og af því tilefni var haldin vegleg afmælishátíð í Salnum. Gjábakki tók til starfa 11. maí 1993. Síðan þá hafa tvær aðrar félagsmiðstöðvar verið opnaðar í bænum, Gullsmári árið 1998 og Boðinn í Boðaþingi árið 2007.

Afmælisdagskráin í Salnum var fjölbreytt og var fullt út að dyrum. Haldnar voru ræður, sungið, dansað og leikið. Að dagskrá lokinni var boðið upp á veitingar í anddyri Salarins.

Í Gjábakka ríkir sú hugmyndafræði, eins og í hinum félagsmiðstöðvunum, að eldri borgarar eigi sjálfir að stjórna ferðinni í starfinu. Í kringum þrjú til fjögur hundruð manns sækja Gjábakka heim í viku hverri.

Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Til dæmis er hægt að fara í leiklist, læra dans, taka þátt í hlátursnámskeiðum og fara á galakvöld.

Starfið í Gjábakka er unnið í góðu samstarfi við Félag eldri borgara í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar