Framboð VG og félagshyggjufólks hefur sett barnafjölskylduna efsta á blað í kosningaáherslum. Leikskólarnir eru okkur hugleiknir og viljum við efla þá eins og kostur er. Til þess að leikskólarnir geti tekist á við það hlutverk sem þeim er ætlað verður að setja meira fjármagn í rekstur þeirra en nú er gert.
Við viljum einnig fella niður leikskólagjöld í áföngum á fjórum árum og gera leikskólann gjaldfrían. Einnig er það okkar stefna að ekki verði hærra gjald greitt til dagforeldra heldur en greitt er fyrir leikskóladvöl. Við viljum horfa á leikskólann sem fyrsta skólastigið án gjalds fyrstu 6 stundir dagsins, þær stundir sem börn eru í vist umfram 6 stundir verði tekið sama gjald og er fyrir dægradvöl í skólunum.
Það er stefna okkar að klára þurfi uppbyggingu nýrra hverfa í Kópavogi og viljum við hefja undirbúning að byggingu á nýjum leikskóla í Gulaþingi. Það er okkar stefna að hefja eigi uppbyggingu á ungbarnaleikskólum þannig að foreldrar hafi val um að setja börnin á ungbarnaleiksóla strax eftir fæðingarorlof eða til dagforeldra.
Okkar áherslur í leikskólamálum á nýju kjörtímabili eru:
- Gera leikskóladvölina gjaldfría í áföngum á fjórum árum.
- Skila til baka þeim fjármunum sem teknir voru úr rekstri leikskólanna.
- Sama gjald fyrir barn hjá dagmóður eins og á leikskóla.
- Nýja leikskóla í Gulaþingi.
- Hefja uppbyggingu á ungbarnaleikskólum.
Dæmi um 6 stunda gjaldfrían leikskóla með fullu fæði.
Ár Gjald í dag Fæði Gjald verður
2014 | 20.544 | 7.612 | 28.156 |
2015 | 15.418 | 7.612 | 23.030 |
2016 | 10.282 | 7.612 | 17.894 |
2017 | 5136 | 7.612 | 12.748 |
2018 | 0 | 7.612 | 7.612 |
Dæmi um 6 stunda leikskóla með 2 stunda viðbótarvistun með fullu fæði.
Ár Gjald í dag Fæði 2 tímar Gjald verður
2014 | 20.544 | 7.612 | 0 | 28.156 |
2015 | 15.418 | 7.612 | 0 | 23.030 |
2016 | 10.282 | 7.612 | 1.235 | 19.129 |
2017 | 5.136 | 7.612 | 6.381 | 19.129 |
2018 | 0 | 7.612 | 11.517 | 19.129 |
Eins og sjá má á þessum tveimur töflum, annarsvegar 6 stunda leikskóla og svo 8 stunda leikskóla, er um töluverða búbót að ræða fyrir barnafjölskyldur. Með þessum breytingum er leikskólinn kominn í sama horf og grunnskólinn hvað gjaldtöku varðar og er það mikið réttlætis mál. Það er því mikilvægt að merkja X við V í komandi kosningum svo vægi okkar framboðs verði sem mest á næstu fjórum árum.
-Arnþór Sigurðsson, forritari og 4. á lista VG og félagshyggjufólks í Kópavogi.