Gjaldfrían leikskóla í Kópavog!

Arnþór Sigurðsson, forritari og 4. á lista VG og félagshyggjufólks í Kópavogi.
Arnþór Sigurðsson, forritari og 4. á lista VG og félagshyggjufólks í Kópavogi.
Arnþór Sigurðsson, forritari og 4. á lista VG og félagshyggjufólks í Kópavogi.

Framboð VG og félagshyggjufólks hefur sett barnafjölskylduna efsta á blað í kosningaáherslum. Leikskólarnir eru okkur hugleiknir og viljum við efla þá eins og kostur er. Til þess að leikskólarnir geti tekist á við það hlutverk sem þeim er ætlað verður að setja meira fjármagn í rekstur þeirra en nú er gert.

Við viljum einnig fella niður leikskólagjöld í áföngum á fjórum árum og gera leikskólann gjaldfrían. Einnig er það okkar stefna að ekki verði hærra gjald greitt til dagforeldra heldur en greitt er fyrir leikskóladvöl. Við viljum horfa á leikskólann sem fyrsta skólastigið án gjalds fyrstu 6 stundir dagsins, þær stundir sem börn eru í vist umfram 6 stundir verði tekið sama gjald og er fyrir dægradvöl í skólunum.

Það er stefna okkar að klára þurfi uppbyggingu nýrra hverfa í Kópavogi og viljum við hefja undirbúning að byggingu á nýjum leikskóla í Gulaþingi.  Það er okkar stefna að hefja eigi uppbyggingu á ungbarnaleikskólum þannig að foreldrar hafi val um að setja börnin á ungbarnaleiksóla strax eftir fæðingarorlof eða til dagforeldra.

Okkar áherslur í leikskólamálum á nýju kjörtímabili eru:

  • Gera leikskóladvölina gjaldfría í áföngum á fjórum árum.
  • Skila til baka þeim fjármunum sem teknir voru úr rekstri leikskólanna.
  • Sama gjald fyrir barn hjá dagmóður eins og á leikskóla.
  • Nýja leikskóla í Gulaþingi.
  • Hefja uppbyggingu á ungbarnaleikskólum.

Dæmi um 6 stunda gjaldfrían leikskóla  með fullu fæði.

     Ár                         Gjald í dag                  Fæði                Gjald verður      

2014 20.544 7.612 28.156
2015 15.418 7.612 23.030
2016 10.282 7.612 17.894
2017 5136 7.612 12.748
2018 0 7.612 7.612

Dæmi um 6 stunda leikskóla með 2 stunda viðbótarvistun með fullu fæði.

Ár                       Gjald í dag         Fæði          2 tímar             Gjald verður

2014 20.544 7.612 0 28.156
2015 15.418 7.612 0 23.030
2016 10.282 7.612 1.235 19.129
2017 5.136 7.612 6.381 19.129
2018 0 7.612 11.517 19.129

Eins og sjá má á þessum tveimur töflum, annarsvegar 6 stunda leikskóla og svo 8 stunda leikskóla, er um töluverða búbót að ræða fyrir barnafjölskyldur. Með þessum breytingum er leikskólinn kominn í sama horf og grunnskólinn hvað gjaldtöku varðar og er það mikið réttlætis mál. Það er því mikilvægt að merkja X við V í komandi kosningum svo vægi okkar framboðs verði sem mest á næstu fjórum árum.

-Arnþór Sigurðsson, forritari og 4. á lista VG og félagshyggjufólks í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar