Gjörbreytt lið kemur inn á völlinn

Ármann, Pétur og Birkir gefa ekki lengur kost á sér.

Algjör uppstokkun er að verða á æðstu stjórn Kópavogsbæjar, bæði á hinu pólitíska sviði og einnig í stjórnsýslunni. Oddvitar meirihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þeir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs, munu hvorugur gefa kost á sér í sveitastjórnarkosningunum í vor. Þá hefur oddviti Samfylkingarinnar, Pétur Hrafn Sigurðsson, einnig tilkynnt að hann stígi til hliðar eftir þetta kjörtímabil.

Stjórnsýslan

Í stjórnsýslunni hafa orðið kynslóðaskipti og miklar mannabreytingar í efstu þrepum undanfarin ár. Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs, lét af störfum fyrir tæpu ári en hann hafði starfað hjá Kópavogsbæ 43 ár, og varð fyrsti sviðsstjóri umhverfissviðs. Við sviðsstjórastarfinu tók Ásthildur Helgadóttir. Þá hóf Sigrún Þórarinsdóttir störf sumarið 2021 sem sviðsstjóri velferðarsviðs og tók við af Aðalsteini Sigfússyni sem var félagsmálastjóri, síðar sviðsstjóri velferðarsviðs, frá árinu 1991. Kristín Egilsdóttir var ráðin sviðsstjóri á nýju fjármálasviði bæjarins í desember 2020 og þá var Pálmi Þór Másson ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslusviðs á sama tíma en hann hafði gengt embættinu frá því að Páll Magnússon lét af störfum. Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogs lét af störfum 2021 en hann var skipulagsstjóri Kópavogs frá 1988 með tveggja ára hléi þegar hann flutti sig um set til Reykjavíkur 2006-2008. Auður Dagný Kristinsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. Þá er Ása Arnfríður Kristjánsdóttir nýr bæjarlögmaður og tók við því embætti af Pálma Þór.

Prófkjör og uppröðun

Spennandi verður að sjá kynjahlutföll í bæjarstjórn eftir kosningarnar í vor en konur eru áberandi í forystu flestra flokka. Hjá Sjálfstæðisflokki gefa þær Karen E. Halldórsdóttir og Ásdís Kristjánsdóttir kost á sér í oddvitasæti í prófkjöri flokksins, Theodóra S. Þorsteinsdóttir leiðir Viðreisn sem fyrr en kosið verður á milli þeirra Bergljótar Kristinsdóttur og Hákons Gunnarssonar hjá Samfylkingu. Valnefnd stillir upp hjá Framsóknarflokki en þar er Helga Hauksdóttir, núverandi formaður skipulagsráðs í fremstu röð en Orri Vignir Hlöðversson hefur einnig gefið kost á sér til að leiða Framsókn. Pírtar auglýsa núna eftir framboðum í prófkjör en fastlega er búist við að Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leiði þann lista eins og áður. Hjá VG verður uppstilling og hefur verið óskað eftir framboðum og tilnefningum. Ólafur Þór Gunnarsson gefur kost á sér til að leiða lista VG í vor.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi  Samfylkingarinnar.
Kópavogur
Íþróttafólk Kópavogs
Tennis
Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna og bæjarfulltrúi.
Sumarverkefni_1
gymheilsa_logo
Heilsuskóli Tanya
hundalestur