GKG Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram í byrjun mánaðarins og var keppt á þremur keppnisstöðum, hjá GK, GM og lokadaginn í Mýrinni hjá GKG.

GKG tefldi fram fjórum sveitum og voru krakkarnir sér og sínum algjörlega til sóma. Árangurinn var frábær en uppskeran var Íslandsmeistaratitill í efstu deildinni (Hvítu), deildameistaratitlar í Gulu og Grænu deildinni og silfurverðlaun í þeirri Bláu.

Þetta var fimmta sinn sem þetta skemmtilega mót er haldið, en leikin var liðakeppni með Texas Scramble fyrirkomulagi, þar sem leikgleðin var allsráðandi. Alls var leikið í 5 deildum, samtals 22 lið og 110 keppendur. Óhætt er að segja að barna- og unglingastarf sé blómlegt í mörgum klúbbum.

Græna deildin: Deildarmeistarar
Birna Grímsdóttir, Sara Björk Brynjólfsdóttir, Bríet Dóra Pétursdóttir, María Kristín Elísdóttir og Alda Ágústsdóttir.
Bláa deildin: Silfurverðlaun
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Andrés þjálfari, Matthías Jörvi Jensson, Valdimar Jaki Jensson, Alex Bjarki Þórisson, Emil Máni Lúðvíksson, Ágúst Högni Þorsteinsson, Úlfar íþróttastjóri (mótsstjóri).
Gula deildin: Deildarmeistarar
Hanna Karen Ríkharðsdóttir, Ríkey Sif Ríkharðsdóttir, Eva Fanney Matthíasdóttir, Embla Hrönn Hallsdóttir og Viktoría Fenger.
Hvíta deildin: Íslandsmeistararar
Aftari röð fv: Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG, Benjamín Snær Valgarðsson, Kristinn Sturluson, Arnar Daði Svavarsson, Andrés Jón Davíðsson barna- og unglingaþjálfari GKG.
Fremri röð fv: Stefán Jökull Bragason, Arnar Heimir Gestsson og Björn Breki Halldórsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar