Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram í byrjun mánaðarins og var keppt á þremur keppnisstöðum, hjá GK, GM og lokadaginn í Mýrinni hjá GKG.
GKG tefldi fram fjórum sveitum og voru krakkarnir sér og sínum algjörlega til sóma. Árangurinn var frábær en uppskeran var Íslandsmeistaratitill í efstu deildinni (Hvítu), deildameistaratitlar í Gulu og Grænu deildinni og silfurverðlaun í þeirri Bláu.
Þetta var fimmta sinn sem þetta skemmtilega mót er haldið, en leikin var liðakeppni með Texas Scramble fyrirkomulagi, þar sem leikgleðin var allsráðandi. Alls var leikið í 5 deildum, samtals 22 lið og 110 keppendur. Óhætt er að segja að barna- og unglingastarf sé blómlegt í mörgum klúbbum.

Birna Grímsdóttir, Sara Björk Brynjólfsdóttir, Bríet Dóra Pétursdóttir, María Kristín Elísdóttir og Alda Ágústsdóttir.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Andrés þjálfari, Matthías Jörvi Jensson, Valdimar Jaki Jensson, Alex Bjarki Þórisson, Emil Máni Lúðvíksson, Ágúst Högni Þorsteinsson, Úlfar íþróttastjóri (mótsstjóri).

Hanna Karen Ríkharðsdóttir, Ríkey Sif Ríkharðsdóttir, Eva Fanney Matthíasdóttir, Embla Hrönn Hallsdóttir og Viktoría Fenger.

Aftari röð fv: Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG, Benjamín Snær Valgarðsson, Kristinn Sturluson, Arnar Daði Svavarsson, Andrés Jón Davíðsson barna- og unglingaþjálfari GKG.
Fremri röð fv: Stefán Jökull Bragason, Arnar Heimir Gestsson og Björn Breki Halldórsson.