GKG Íslandsmeistarar golfklúbba 12 ára og yngri

Frá vinstri: Úlfar, Magnús Skúli, Gunnlaugur Árni, Logi, Magnús Ingi, Guðmundur Snær, Styrmir og Hansína frá GSÍ.

Nýlega lauk fyrsta Íslandsmóti golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri. Leiknar voru fimm umferðir á þremur dögum, eða 5 sinnum 9 holur hver umferð. Leikið var eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA krakkagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð þremur þriggja holna leikjum og söfnuðu því liðin vinningum og flöggum (stigum). Alls tóku 10 sveitir þátt og skiptist það í deildir eftir forgjöf, þ.e. Hvíta deildin sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og Gula deildin.

Frá vinstri: Úlfar, Magnús Skúli, Gunnlaugur Árni, Logi, Magnús Ingi, Guðmundur Snær, Styrmir og Hansína frá GSÍ.

 

Úrslit urðu eftirfarandi:

Hvíta deildin:

  1. GKG-1:  Guðmundur Snær Elíasson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Logi Traustason, Magnús Ingi Hlynsson, Magnús Skúli Magnússon, Styrmir Snær Kristjansson
  2. GR-1:  Berglind Ósk Geirsdóttir, Elías Ágúst Andrason, Helga Signý Pálsdóttir, Nói Árnason, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Sólon Blumenstein
  3. GM-2: Ásþór Sigur Ragnarsson, Eyþor Björn Emilsson, Gunnar Maack, Hrólfur Örn Viðarsson, Markús Ingvarsson

Gula deildin:

  1. GM-1: Berglind Erla Baldursdottir, Dagbjört Erla Baldursdottir, Eva Kristinsdottir, Heiða Rakel Rafnsdóttir, María Rut Gunnlaugsdóttir, Sara Kristinsdottir
  2. GS-2: Almar Örn, Arngrímur Egill, Snorri Rafn, Ylfa Vár
  3. GKG-2: Arnar Daði Jónasson, Bjarki Bergmann, Elísabet Sunna Scheving, Helga Grímsdóttir, Rakel Eva Kristmannsdóttir, Veigar Már Brynjarsson
Þessir strákar eiga örugglega eftir að ná langt í golfíþróttinni en þeir náðu frábærum árangri. Aftast, fyrir miðju, er Styrmir Snær Kristjánssson. Fyrir framan hann, talið frá vinstri, eru þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson, Logi Traustason og Magnús Ingi Hlynsson. Fremstir eru þeir Guðmundur Snær Elíasson og Magnús Skúli Magnússon.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar