28 stúlkur og 30 piltar luku námi í gær frá Menntaskólanum í Kópavogi.

Ljósmynd: Íris Mjöll Ólafsdóttir.
Einn stúdent lauk náminu á tveimur á hálfu ári. 25 luku því á þremur og hálfu ári. Dúxinn (af náttúrufræðibraut) var með 9,13 í meðaleinkunn. Einn stúdent lauk samtals 27 einingum í stærðfræði. Tveir stúdentarar luku með 18 einingar í félagsfræði. Einn stúdent af málabraut var með 77 einingar í tungumálum auk íslensku; bosnísku, serbókróatísku, rússnesku, ensku, dönsku, þýsku og frönsku. Einn stúdent var með grísku sem þriðja mál. Samtals útskrifuðust 46 iðnnemar úr framreiðslu, bakstri, kjötiðn, matreiðslu og matartækninámi og 2 úr meistararaskóla matvælagreina, að því er fram kemur í tilkynningu frá MK.


Ljósmynd: Íris Mjöll Ólafsdóttir

Ljósmynd: Íris Mjöll Ólafsdóttir

Ljósmynd: Íris Mjöll Ólafsdóttir

Ljósmynd: Íris Mjöll Ólafsdóttir