Gleymdist að slá sparkvöll í Kópavogsdalnum? „Vanvirðing við börn,“ segir íbúi

Sparkvöllur í Kópavogsdalnum, neðst í Hlíðarhjalla, beint á móti lögreglustöðinni við Dalveg, hefur ekkert verið sleginn í sumar. Að sögn íbúa nær grasið nú krökkunum langt upp í hné, ef ekki hærra.

Grasið á sparkvellinum nær nú krökkunum upp að hné, að sögn íbúa.
Grasið á sparkvellinum nær nú krökkunum upp að hné, að sögn íbúa.

Fyrir þremur vikum voru mörk sett þarna niður eins og gert hefur verið árlega um langa hríð. Þá var strax komið hátt gras, að sögn íbúa á svæðinu.

CAM00011

Ekkert bólar á slætti þarna og reyndar hefur síðustu ár sjaldan verið slegið oftar en tvisvar á sumri. Þetta er mikil vanvirðing við börn að mínu mati. Þeirra leikaðstæður skipta greinilega engu eða litlu máli,

segir íbúi á svæðinu og skorar á sláttumenn bæjarins að græja þetta í hvelli.

CAM00012

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á