Sparkvöllur í Kópavogsdalnum, neðst í Hlíðarhjalla, beint á móti lögreglustöðinni við Dalveg, hefur ekkert verið sleginn í sumar. Að sögn íbúa nær grasið nú krökkunum langt upp í hné, ef ekki hærra.
Fyrir þremur vikum voru mörk sett þarna niður eins og gert hefur verið árlega um langa hríð. Þá var strax komið hátt gras, að sögn íbúa á svæðinu.
Ekkert bólar á slætti þarna og reyndar hefur síðustu ár sjaldan verið slegið oftar en tvisvar á sumri. Þetta er mikil vanvirðing við börn að mínu mati. Þeirra leikaðstæður skipta greinilega engu eða litlu máli,
segir íbúi á svæðinu og skorar á sláttumenn bæjarins að græja þetta í hvelli.