Gleymdist að slá sparkvöll í Kópavogsdalnum? „Vanvirðing við börn,“ segir íbúi

Sparkvöllur í Kópavogsdalnum, neðst í Hlíðarhjalla, beint á móti lögreglustöðinni við Dalveg, hefur ekkert verið sleginn í sumar. Að sögn íbúa nær grasið nú krökkunum langt upp í hné, ef ekki hærra.

Grasið á sparkvellinum nær nú krökkunum upp að hné, að sögn íbúa.
Grasið á sparkvellinum nær nú krökkunum upp að hné, að sögn íbúa.

Fyrir þremur vikum voru mörk sett þarna niður eins og gert hefur verið árlega um langa hríð. Þá var strax komið hátt gras, að sögn íbúa á svæðinu.

CAM00011

Ekkert bólar á slætti þarna og reyndar hefur síðustu ár sjaldan verið slegið oftar en tvisvar á sumri. Þetta er mikil vanvirðing við börn að mínu mati. Þeirra leikaðstæður skipta greinilega engu eða litlu máli,

segir íbúi á svæðinu og skorar á sláttumenn bæjarins að græja þetta í hvelli.

CAM00012

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér