Íþróttafélagið Glóð hefur ákveðið að gefa félögum sínum og gestum þeirra kost á að fagna alþjóðlega Ólympíudeginum sem haldinn verður hátíðlegur þann 23. júní n.k.
Félagar og gestir safnast saman fyrir utan Íþróttahúsið Digranes, Skálaheiði 2, Kópavogi. Þar mun formaður Glóðar taka á móti þátttakendum. Farið verður í létta göngu – tekur um 45 mín. kl. 18.00. Tilgangurinn er að stunda holla hreyfingu, samveru og fara í vettvangsrannsókn.
Byrjað verður að skoða Víghólssvæðið þar sem fræðst verður um söguna. Að því loknu verða skoðuð ummerki einnar elstu bújarðar Kópavogs, Digraness. Þar gefa þátttakendur hvorir öðrum knús að skilnaði.
Stjórn Glóðar.