Íþróttafélagið Glóð fagnar alþjóðlega Ólympíudeginum

logoÍþróttafélagið Glóð hefur ákveðið að gefa félögum sínum og gestum þeirra kost á að fagna alþjóðlega Ólympíudeginum sem haldinn verður hátíðlegur þann 23. júní n.k.

Félagar og gestir safnast saman fyrir utan Íþróttahúsið Digranes, Skálaheiði 2, Kópavogi.  Þar mun formaður Glóðar taka á móti þátttakendum.  Farið verður í létta göngu – tekur um 45 mín. kl. 18.00.  Tilgangurinn er að stunda holla hreyfingu,  samveru og fara í vettvangsrannsókn.

Byrjað verður að skoða Víghólssvæðið þar sem fræðst verður um söguna.  Að því loknu verða skoðuð ummerki einnar elstu bújarðar Kópavogs, Digraness.  Þar gefa þátttakendur hvorir öðrum knús að skilnaði.

Stjórn Glóðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á