Íþróttafélagið Glóð fagnar alþjóðlega Ólympíudeginum

logoÍþróttafélagið Glóð hefur ákveðið að gefa félögum sínum og gestum þeirra kost á að fagna alþjóðlega Ólympíudeginum sem haldinn verður hátíðlegur þann 23. júní n.k.

Félagar og gestir safnast saman fyrir utan Íþróttahúsið Digranes, Skálaheiði 2, Kópavogi.  Þar mun formaður Glóðar taka á móti þátttakendum.  Farið verður í létta göngu – tekur um 45 mín. kl. 18.00.  Tilgangurinn er að stunda holla hreyfingu,  samveru og fara í vettvangsrannsókn.

Byrjað verður að skoða Víghólssvæðið þar sem fræðst verður um söguna.  Að því loknu verða skoðuð ummerki einnar elstu bújarðar Kópavogs, Digraness.  Þar gefa þátttakendur hvorir öðrum knús að skilnaði.

Stjórn Glóðar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór