Íþróttafélagið Glóð fagnar alþjóðlega Ólympíudeginum

logoÍþróttafélagið Glóð hefur ákveðið að gefa félögum sínum og gestum þeirra kost á að fagna alþjóðlega Ólympíudeginum sem haldinn verður hátíðlegur þann 23. júní n.k.

Félagar og gestir safnast saman fyrir utan Íþróttahúsið Digranes, Skálaheiði 2, Kópavogi.  Þar mun formaður Glóðar taka á móti þátttakendum.  Farið verður í létta göngu – tekur um 45 mín. kl. 18.00.  Tilgangurinn er að stunda holla hreyfingu,  samveru og fara í vettvangsrannsókn.

Byrjað verður að skoða Víghólssvæðið þar sem fræðst verður um söguna.  Að því loknu verða skoðuð ummerki einnar elstu bújarðar Kópavogs, Digraness.  Þar gefa þátttakendur hvorir öðrum knús að skilnaði.

Stjórn Glóðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Mynd: Stefanía Björk Jónsdóttir.
Birkir Jón
leikskoo10
Glen
gledigangan
kosnkoktell
Ólöf Rún Benediktsdóttir ásamt gesti
Elín Pálmadóttir
PicsArt_18_6_2014 22_50_38