Glóð tíu ára

Föstudaginn 24. október voru liðin tíu ár frá stofnfundi Íþróttafélagsins Glóðar í Kópavogi. Af því tilefni var blásið til hátíðar í Gullsmára, Gullsmára 13. Þar gerðu Glóðarfélagar og gestir þeirra sér glaða stund. Ungir nemendur frá Skólahljómsveit Kópavogs blésu hátíðina inn og að því loknu var stiklað á stóru í sögu félagsins. Þór Breiðfjörð heillaði viðstadda með söng og að því loknu voru veittar nokkrar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Við þetta tækifæri voru Glóð fluttar margar heillaóskir, og kveðjur meðal annars frá bæjarstjóra Kópavogs. Formaður UMSK flutti Glóð kveðju frá sambandinu og færði félaginu fána sem stendur á kletti líkt og formaður UMSK telur að Glóð geri. Einnig var formanni Glóðar veitt silfurmerki UMSK um leið og henni voru þökkuð vel unnin störf. Að lokum var notið veitinga í boði Glóðar og allir sungu söng félagsins sem Ragna Guðvarðardóttir samdi. Glóð þakkar öllum sem tekið hafa þátt í starfi félagsins á síðast-

liðnum tíu árum og/eða hafa stutt félagið á einn eða annan hátt. Það verður seint fullþakkað trausta baklandið sem félagið á.
Vonandi verða næstu tíu ár – ár til að „Gleðjast, gefa og njóta.“

Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
formaður Glóðar.
Myndir: Friðgeir Guðmundsson

IMG_9176 20141024_175802 20141024_175407 IMG_9182

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sigurbjorg-1
appletv-netflix-100012966-orig
4-2
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
Bodathing-19017-002
Sjalfstaedisfelagid
Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi
Mulalind2_1
teamgym