Glóð tíu ára

Föstudaginn 24. október voru liðin tíu ár frá stofnfundi Íþróttafélagsins Glóðar í Kópavogi. Af því tilefni var blásið til hátíðar í Gullsmára, Gullsmára 13. Þar gerðu Glóðarfélagar og gestir þeirra sér glaða stund. Ungir nemendur frá Skólahljómsveit Kópavogs blésu hátíðina inn og að því loknu var stiklað á stóru í sögu félagsins. Þór Breiðfjörð heillaði viðstadda með söng og að því loknu voru veittar nokkrar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Við þetta tækifæri voru Glóð fluttar margar heillaóskir, og kveðjur meðal annars frá bæjarstjóra Kópavogs. Formaður UMSK flutti Glóð kveðju frá sambandinu og færði félaginu fána sem stendur á kletti líkt og formaður UMSK telur að Glóð geri. Einnig var formanni Glóðar veitt silfurmerki UMSK um leið og henni voru þökkuð vel unnin störf. Að lokum var notið veitinga í boði Glóðar og allir sungu söng félagsins sem Ragna Guðvarðardóttir samdi. Glóð þakkar öllum sem tekið hafa þátt í starfi félagsins á síðast-

liðnum tíu árum og/eða hafa stutt félagið á einn eða annan hátt. Það verður seint fullþakkað trausta baklandið sem félagið á.
Vonandi verða næstu tíu ár – ár til að „Gleðjast, gefa og njóta.“

Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
formaður Glóðar.
Myndir: Friðgeir Guðmundsson

IMG_9176 20141024_175802 20141024_175407 IMG_9182

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar