Glóð tíu ára

Föstudaginn 24. október voru liðin tíu ár frá stofnfundi Íþróttafélagsins Glóðar í Kópavogi. Af því tilefni var blásið til hátíðar í Gullsmára, Gullsmára 13. Þar gerðu Glóðarfélagar og gestir þeirra sér glaða stund. Ungir nemendur frá Skólahljómsveit Kópavogs blésu hátíðina inn og að því loknu var stiklað á stóru í sögu félagsins. Þór Breiðfjörð heillaði viðstadda með söng og að því loknu voru veittar nokkrar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Við þetta tækifæri voru Glóð fluttar margar heillaóskir, og kveðjur meðal annars frá bæjarstjóra Kópavogs. Formaður UMSK flutti Glóð kveðju frá sambandinu og færði félaginu fána sem stendur á kletti líkt og formaður UMSK telur að Glóð geri. Einnig var formanni Glóðar veitt silfurmerki UMSK um leið og henni voru þökkuð vel unnin störf. Að lokum var notið veitinga í boði Glóðar og allir sungu söng félagsins sem Ragna Guðvarðardóttir samdi. Glóð þakkar öllum sem tekið hafa þátt í starfi félagsins á síðast-

liðnum tíu árum og/eða hafa stutt félagið á einn eða annan hátt. Það verður seint fullþakkað trausta baklandið sem félagið á.
Vonandi verða næstu tíu ár – ár til að „Gleðjast, gefa og njóta.“

Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
formaður Glóðar.
Myndir: Friðgeir Guðmundsson

IMG_9176 20141024_175802 20141024_175407 IMG_9182

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér