Glóð tíu ára

Föstudaginn 24. október voru liðin tíu ár frá stofnfundi Íþróttafélagsins Glóðar í Kópavogi. Af því tilefni var blásið til hátíðar í Gullsmára, Gullsmára 13. Þar gerðu Glóðarfélagar og gestir þeirra sér glaða stund. Ungir nemendur frá Skólahljómsveit Kópavogs blésu hátíðina inn og að því loknu var stiklað á stóru í sögu félagsins. Þór Breiðfjörð heillaði viðstadda með söng og að því loknu voru veittar nokkrar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Við þetta tækifæri voru Glóð fluttar margar heillaóskir, og kveðjur meðal annars frá bæjarstjóra Kópavogs. Formaður UMSK flutti Glóð kveðju frá sambandinu og færði félaginu fána sem stendur á kletti líkt og formaður UMSK telur að Glóð geri. Einnig var formanni Glóðar veitt silfurmerki UMSK um leið og henni voru þökkuð vel unnin störf. Að lokum var notið veitinga í boði Glóðar og allir sungu söng félagsins sem Ragna Guðvarðardóttir samdi. Glóð þakkar öllum sem tekið hafa þátt í starfi félagsins á síðast-

liðnum tíu árum og/eða hafa stutt félagið á einn eða annan hátt. Það verður seint fullþakkað trausta baklandið sem félagið á.
Vonandi verða næstu tíu ár – ár til að „Gleðjast, gefa og njóta.“

Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
formaður Glóðar.
Myndir: Friðgeir Guðmundsson

IMG_9176 20141024_175802 20141024_175407 IMG_9182

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn