Góður grunnskóli – forsenda framtíðarinnar

Hjördís Ýr Johnson skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
Hjördís Ýr Johnson skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Málefni grunnskólanna snertir okkur öll.  Þeir eru vinnustaðir barnanna okkar og móta og undirbúa þau fyrir lífið. Grunnskólar Kópavogs eru mjög öflugir. Mikilvægur þáttur í að viðhalda og efla gæði þeirra er stöðug umræða, jákvæð og uppbyggjandi gagnrýni ásamt samvinnu bæjaryfirvalda, starfsfólki skólanna og foreldra.

Fjölbreytileiki og sérhæfing
Börnin okkar eru ólík og hafa mismunandi þarfir og skólastarfið þarf að geta tekið mið af því.  Með því að auka faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði skólanna eykst svigrúm til þróunarstarfs og fjölbreytileika. Hver og einn skóli hefur þá tækifæri til að fara ólíkar leiðir í rekstri og getur jafnvel sérhæft sig á ákveðnu sviði.  Þannig aukum við líkurnar á að nemendur fái tækifæri til að finna sína styrkleika og efla þá.  Það er lykilþáttur í því að byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd sem er ein af sterkustu forvörnunum.

Læsi í víðum skilningi
Upplýsingatækni gegnir veigamiklu hlutverki í samfélaginu og grunnskólar Kópavogs eiga að vera í fremstu röð með að nýta hana í daglegu starfi nemenda og kennara. Fjölbreytni í námsgögnum þjálfar nemendur í að nota upplýsingatækni og þannig eflist læsi nemenda í víðum skilningi.  Auðveldara er að bjóða uppá einstaklingsmiðuð verkefni á sviði upplýsingatækni og þannig höfða til áhugasviðs og þarfa nemandans.

Markmið okkar allra
Menntun er einn mikilvægasti hlekkurinn í lífi barna okkar. Í skólakerfinu verður því að vera  svigrúm til þess að ólíkir einstaklingar fái að vaxa og dafna.  Með því að auka fjárhagslegt sjálfstæði skólanna skapast tækifæri til þess að höfða til breiðari hóps námsmanna.  Skólastarf sem tekur mið af þroska og hæfni nemenda skilar okkur sterkum einstaklingum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við framhaldsnám og atvinnulífið.

Áfram grunnskólar Kópavogs!

Hjördís Ýr Johnson, skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér