Göngum til góðs: rjúfum einangrun

Þann 6. september býður Rauði krossinn Íslendingum að ganga til góðs en söfnunin fer fram annað hvert ár. Í þetta skiptið verður safnað fyrir verkefnum okkar innanlands og mun Rauði krossinn hér í Kópavogi safna fyrir einu félagslegu verkefni, sínu stærsta verkefni, Heimsóknavinum. Niðurstaða skýrslunnar: „Hvar þrengir að?“ vísaði á vaxandi og breiðari hóp manna í samfélaginu sem eru félagslega berskjaldaðir og þurfa á stuðningi að halda. Áhyggjur almennings mælast félagslega illa hjá hópum eins og öryrkjum, öldruðum og atvinnulausum. En fátækt birtist okkur einnig sem andleg og félagslegt fyrirbæri. Það einkennist af úrræðaleysi og einangrun frá tækifærum samfélagsins. Við gerum okkur ekki fyllilega grein fyrir því að þegar síðasta öryggisnetið bregst með þeim afleiðingum sem langtíma vanvirkni hefur á líf þeirra. Það er mikilvægt að við öll vinnum að uppbyggingu félagslegra tengsla sem er grundvöllur fyrir virkri þátttöku allra hópa í okkar nærsamfélagi í Kópavogi.

Rauði krossinn í Kópavogi hefur á undanförnum árum staðið að uppbyggingu heimsóknavinaþjónusta í því skyni að draga úr einsemd og félagslegri einangrun fólks á öllum aldri. Í dag eru sjálfboðaliðar í heimsóknum á einkaheimilum, Sunnuhlíð, Roðasölum, sambýli fatlaðra, í Rjóðrinu sem er hvíldarheimili fyrir langveik börn, Dvöl athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, Boðaþingi, dvalarheimili Hrafnistu, dægradvöl Boðaþings og á Líknardeildinni i Kópavogi. Rauði krossinn í Kópavogi hefur verið í fararbroddi í þróun heimsókna með hunda allt frá byrjun eða í rúm sjö ár og var fyrst deilda til að hefja notkun með hunda í heimsóknir til fólks. Í dag sinna 45 hundar og eigendur þeirra heimsóknaþjónustu víðs vegar um landið, þar af 11 í Kópavogi. Hundavinir eru vaxandi verkefni innan Rauða krossins og hefur deildin mikinn áhuga á að efla það verkefni enn frekar.

Við stoppum ekki þarna! Það er okkur ljóst að við þurfum að ná til breiðari hóps einstaklinga og mæta þarf vaxandi þörf á þessari þjónustu. Við ætlum á komandi tímum að leggja áherslu á enn nýjar leiðir innan heimsóknavina. Í fyrsta lagi, að auka þjónustu heimsóknavina með því að fara af stað með símavini, þ.e.a.s að sjálfboðaliðar hringi í gestgjafa og spjalli við þá í síma. Í öðru lagi, að auka þjónustu okkar við ungt fólk og innflytjendur. Við viljum ná betur til þessara hópa og fá þá til að taka þátt í starfi deildarinnar, bæði sem heimsóknavini og gestgjafa.

Við hvetjum Kópavogbúa til að ganga til liðs með okkur þann 6 .september. Fólk sem vill að ganga hús úr húsi og safna peningum er hvatt til að mæta á söfnunarstöð sem þeim hentar og gefa eina og hálfa klukkustund af tíma sínum. Þetta er kjörið tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og láta gott af sér leiða á sama tíma. Einnig getur fólk verið tilbúið til að styrkja gott málefni með því að taka vel að móti sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Þessa helgi verðum við með fjórar söfnunarstöðvar, í húsnæði okkar að Hamraborg 11, Álfhólsskóla, Lindaskóla og Vatnsendaskóla. Eins og venjulega er stefnan tekin á að ganga í hvert hús í bænum.
Eins verðum við á sex fjölförnum stöðum í bænum föstudag, laugardag og sunnudag og til að manna allar þær vaktir þurfum við um 85 sjálfboðaliða. Safnað verður á Smáratorgi, Smáralind, Lindum,BYKO í Breidd, ÁTVR v/Dalveg og Bónus v/Ögurhvarf.

Það er einlæg von mín kæru Kópavogsbúar að þið takið vel á móti söfnunarfólki með bauk, skráið ykkur á vakt á fjölförnum stað í bænum og gangið til góðs með okkur þessa helgi. Stuðningur ykkar er okkur mikils virði!

Með því að fara út að ganga, með því taka höndum saman, með því að gefa af okkur, þannig tökum við skref í bjartari átt. Þannig rjúfum við einangrun!
Velkomin að gagna til góðs með okkur þann 6. september!

Kær kveðja
David Lynch
Formaður Rauða krossins í Kópavogi

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar