Allir á gönguskíði! Nú er búið að troða hring fyrir gönguskíði á golfvelli GKG sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár.

Ekki er ætlast til að fólk gangi á skíðum yfir flatir vallarins. Spotti er í kringum þær svo ekki sé farið inn á þær.
Vakin er athygli á þessu á facebook síðu GKG.
