• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Göngutúr með Birni Thoroddsen, gítarleikara, um Kársnesið

Göngutúr með Birni Thoroddsen, gítarleikara, um Kársnesið
ritstjorn
31/03/2014

„Það sem heillar mig hvað mest við Kársnesið er veðurfarið, hér virðist vera alltaf betra veður en annars staðar, ég kann enga skýringu af hverju það er,“ segir Björn Thoroddsen, gítarleikari, sem búið hefur á Sæbólsbraut á Kársnesinu með konu sinni, Elínu Margréti Erlingsdóttur, síðustu sjö ár. „Svo er sagan hér við hvert fótmál og ég er alltaf að uppgötva nýja staði sem ég hafði ekki hugmynd um áður.“

Björn Thoroddsen, gítarleikari á Kársnesinu.

Björn Thoroddsen, gítarleikari á Kársnesinu.

Við reimum á okkur labbiskóna og röltum með Birni um Kársnesið sem hann segir veita sér daglegan innblástur. Hverjir eru uppáhalds staðirnir hans?

„Ég á marga uppáhalds staði á Kársnesi. Ég hleyp tíu kílómetra á hverjum degi, sem er heilög stund fyrir mig. Þá fer ég hring í kringum Kársnesið, meðfram allri strandlengjunni og alveg að Digranesi þar sem ég sný við. Þetta er mín slökun og þarna leysi ég oftast málin í huganum. Á leiðinni sé ég Kársnesið; fólkið, náttúruna og sögulega staði sem fleiri mættu gefa gaum,“ segir Björn. „Göngu- og hjólastígurinn í Kársnesinu er algjörlega geggjaður sem ég kann mjög vel að meta.“

Þvottahús fyrir herinn og vélbyssuhreiður
Við göngum út Sæbólsbraut og á leiðinni segir Björn að þau hjónin höfðu lengi langað að búa á Kársnesinu enda býr bróðir hans í hverfinu. Þau duttu á rétta húsið á Sæbólsbrautinn og þar líði þeim vel. Oft fái þau hjónin erlenda gesti í heimsókn sem telji hverfið meðal þeirra sérstökustu sem þeir hafa séð.

„Þetta er ótrúlega fjölbreytt hverfi og það þarf stundum útlendinga til að minna mann á hvað við höfum hér beint fyrir framan fæturnar. Hér er einstök fjara, gönguleið og svo ekki sé talað um mjög svo fjölbreyttan byggingastíl. En nú langar mig að sýna Helgubraut 8. Þetta er stórmerkilegt hús í sögu Kópavogs sem var áður þvottahús fyrir herinn sem hafði hér bækistöð á hernámsárunum. Strompurinn er ennþá sá sami og þarna voru hermannabúningarnir þvegnir. Við eigum að varðveita sögu sem þessa,“ segir Björn og er lagður af stað á næsta stað.

Þvottahús hersins var þar sem nú er  Helgubraut 8.

Þvottahús hersins var þar sem nú er Helgubraut 8.

„Hérna stutt frá, beint fyrir neðan gamla Nesti er vélbyssuhreiður,“ bætir hann hróðugur við og segir að það hljóti að vera flugvélaflök á botni Fossvogs frá stríðsárunum.

Björn bendir á vélbyssuhreiðrið sem er fyrir neðan Nestissjoppuna.

Björn bendir á vélbyssuhreiðrið sem er fyrir neðan Nestissjoppuna.

„Ég held að fáir hafi tekið eftir flugbátahöfninni hér aðeins utar á Kársnesinu, nálægt þar sem siglingaklúbburinn Ýmir hefur aðstöðu. Þetta er steypt aðstaða fyrir flugbáta sem gaman er að varðveita,“ segir Björn.

Steypti pallurinn sem liggur út í sjó er það sem er eftir af gömlu flugbátahöfninni.

Steypti pallurinn sem liggur út í sjó er það sem er eftir af gömlu flugbátahöfninni.

Við göngum í átt að flugbátahöfninni og á leiðinni segist Björn hafa nóg fyrir stafni.

„Ég er alltaf að glamra á gítarinn og stjórna tónlistarhátíðum út um allan heim. Fyrir nokkrum árum ákvað ég þetta, að taka stökkið og treysta algjörlega á sjálfan mig. Ég er bara einn á sviðinu og kalla til mín aðra gítarleikara. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og vonum framar. Næst hjá mér eru tónlistarhátíðir í lok mars í Winnipeg og Medicine Hat í Kanada og í Denver í Bandaríkjunum.  Það finnst mörgum það merkilegt að Íslendingur sé að stjórna svona hátíð í sjálfu gítarlandinu, Bandaríkjunum, en mér er alls staðar mjög vel tekið. Þetta er sams konar sýning og ég byrjaði með í  Kópavogi á sínum tíma. Það má því segja að djass- og blúshátíð Kópavogs, sem haldin er á haustin í Salnum, sé komin í útrás,“ segir Björn og staðnæmist fyrir framan hús á Sæbólsbraut.

Menningarverðmæti

„Hér var Gaui skó, skósmiður, og í þessu húsi bjó Þórður í Sæbóli, sem var eini hreppstjóri Kópavogs. Það á nú að selja þetta hús, eða rífa, sem er algjör synd því þetta hús er saga Kópavogs. Hér voru frumkvöðlarnir sem byggðu þennan bæ. En húsin eru komin til ára sinna og eru mörg hver illa farin. Þau eru samt menningarverðmæti,“ segir Björn og við leitum að staðnum þar sem gamla Byko var áður til húsa, en finnum ekki.

Í þessu húsi bjó Þórður í Sæbóli, sem var eini hreppstjóri Kópavogs.

Í þessu húsi bjó Þórður í Sæbóli, sem var eini hreppstjóri Kópavogs.

Á leiðinni út að húsi Finnboga Rúts Valdimarssonar, að Marbakka, rifjar Björn upp ferilinn. Af hverju byrjaði hann að spila á gítar og hverjir voru helstu áhrifavaldar hans?

„Ég man þetta eins og í gær. Ég var úti að leika mér í fótbolta, tíu ára gamall, og kom inn klukkan sex. Þá var í sjónvarpinu þáttur um íslenskar hljómsveitir. Óðmenn voru að spila. Ég lagði frá mér boltann og hef varla tekið hann upp aftur. Ég ákvað á staðnum að verða gítarleikari þegar ég yrði stór. Þeir voru stórkostlegir! Ég hafði aldrei heyrt annað eins. Þeir gjörsamlega náðu mér. Jóhann G, Finnur Torfi og Óli Garðars. Ég fór að læra klassískan gítarleik og þegar ég varð eldri varð ég sá fyrsti á Íslandi til að læra rafmagnsgítarleik í Los Angeles. Þar dvaldi ég í eitt ár og hitti menn eins og Eddie Van Halen og fleiri kappa. Það var stórkostlegur tími. En ef þú spyrð um áhrifavalda þá leit ég alltaf upp til þeirra sem eldri voru. Manna eins og Óla Gauk, Jón Pál Bjarnason, Örn Ármannsson og Edwin Kaaber. Síðar urðu það Bjöggi Gísla og Þórður Árna. Óðmenn voru á sínum tíma að spila Cream, en ég bara vissi það ekki þá. Bítlarnir, Cream, Hendrix, Rokk, Djass, Blús, það væri of langt mál að telja upp alla áhrifavaldana. En það er gaman að segja frá því að tveimur árum áður en Jóhann G lést þá fékk ég hann á djass- og blúshátíð í Salnum til að spila gamla Óðmanna prógrammið sem ég heyrði fyrst í sjónvarpinu tíu ára. Það var ógleymanleg stund.“

Við göngum sem leið liggur meðfram Marbakkabraut og Björn nemur staðar við húsið sem Finnbogi Rútur Valdimarsson reisti.

WP_20140319_13_47_39_Pro

„Þetta hefur verið glæsihöll á sínum tíma. Þá var enginn göngustígur hér fyrir neðan og húsið hefur staðið alveg við sjávarsíðuna. Síðan hefur verið byggt við það. Þetta er eitt af þeim húsum sem okkur ber að varðveita.“  Við nálgumst flugbátahöfnina og Björn nefnir hvað djass- og blúshátíðin sé jákvæð fyrir Kópavog.

„Í gegnum djass- og blúshátíðina erum við að tengja saman þessar frábæru stofnanir sem við eigum. Tónlistarsafnið, Tónlistarskólann, Salinn og einnig Tónheima, sem er einkarekinn tónlistarskóli í Bæjarlind. Það er líka mjög gott samstarf við Molann þar sem ungt hæfileikafólk fær að koma fram og spreyta sig. Þar hafa komið fram gítarleikarar eins og Björgvin Björgvinsson sem á framtíðina fyrir sér og söngvarar eins og Dagur Sigurðsson sem sigraði í söngkeppni menntaskólanna. Ég tel mig eiga pínulítið í þessum strákum og vona innilega að þeir haldi áfram á sömu braut. Það er gott að búa í Kópavoginum, sérstaklega á Kársnesinu þar sem listir, menning, náttúran og sagan fær virkilega að njóta sín,“ segir Björn Thoroddsen, gítarleikari og Kársnesingur.

Björn Thoroddsen, gítarleikari og Kársnesingur.

Björn Thoroddsen, gítarleikari og Kársnesingur.

Viðtal: Auðun Georg Ólafsson                                                                                                    

Efnisorð
Mannlíf
31/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

    Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst...

    Auðun Georg Ólafsson 22/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.