Takið til í görðunum! Google Earth er í Kópavogi.

Bíllinn frá Google Earth sem tekur myndir í allar áttir af götum - og görðum. Mynd: http://www.google.com/maps/about/behind-the-scenes/streetview/
Bíllinn frá Google Earth sem tekur myndir í allar áttir af götum – og görðum. Mynd: http://www.google.com/maps/about/behind-the-scenes/streetview/

Frést hefur af einkennilegum smábíl um götur Kópavogs að undanförnu með framandi myndavélabúnað á toppnum. Um mun vera að ræða myndavélabíl frá Google sem er að taka myndir sem raðast saman í forritinu Google Earth. Þeir sem til þekkja vita að hægt er að skoða myndirnar í forritinu með mjög nákvæmum hætti. Kópavogsbúi sem lét okkur vita af ferðum smábílsins ætlaði að flýta sér heim og klippa runna og þrífa helsta rusl í kringum garðinn til að hann „…líti sem best út fyrir Google!“  Kópavogsfréttir hafa nákvæmlega engar áhyggjur af þessu því garðar bæjarbúa eru oftast til hreinnar fyrirmyndar og Kópavogsbúar flestir snyrtipinnar fram í fingurgóma. Það hlýtur að skína í gegn hjá Google sem og annarsstaðar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn