Takið til í görðunum! Google Earth er í Kópavogi.

Bíllinn frá Google Earth sem tekur myndir í allar áttir af götum - og görðum. Mynd: http://www.google.com/maps/about/behind-the-scenes/streetview/
Bíllinn frá Google Earth sem tekur myndir í allar áttir af götum – og görðum. Mynd: http://www.google.com/maps/about/behind-the-scenes/streetview/

Frést hefur af einkennilegum smábíl um götur Kópavogs að undanförnu með framandi myndavélabúnað á toppnum. Um mun vera að ræða myndavélabíl frá Google sem er að taka myndir sem raðast saman í forritinu Google Earth. Þeir sem til þekkja vita að hægt er að skoða myndirnar í forritinu með mjög nákvæmum hætti. Kópavogsbúi sem lét okkur vita af ferðum smábílsins ætlaði að flýta sér heim og klippa runna og þrífa helsta rusl í kringum garðinn til að hann „…líti sem best út fyrir Google!“  Kópavogsfréttir hafa nákvæmlega engar áhyggjur af þessu því garðar bæjarbúa eru oftast til hreinnar fyrirmyndar og Kópavogsbúar flestir snyrtipinnar fram í fingurgóma. Það hlýtur að skína í gegn hjá Google sem og annarsstaðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á