Takið til í görðunum! Google Earth er í Kópavogi.

Bíllinn frá Google Earth sem tekur myndir í allar áttir af götum - og görðum. Mynd: http://www.google.com/maps/about/behind-the-scenes/streetview/
Bíllinn frá Google Earth sem tekur myndir í allar áttir af götum – og görðum. Mynd: http://www.google.com/maps/about/behind-the-scenes/streetview/

Frést hefur af einkennilegum smábíl um götur Kópavogs að undanförnu með framandi myndavélabúnað á toppnum. Um mun vera að ræða myndavélabíl frá Google sem er að taka myndir sem raðast saman í forritinu Google Earth. Þeir sem til þekkja vita að hægt er að skoða myndirnar í forritinu með mjög nákvæmum hætti. Kópavogsbúi sem lét okkur vita af ferðum smábílsins ætlaði að flýta sér heim og klippa runna og þrífa helsta rusl í kringum garðinn til að hann „…líti sem best út fyrir Google!“  Kópavogsfréttir hafa nákvæmlega engar áhyggjur af þessu því garðar bæjarbúa eru oftast til hreinnar fyrirmyndar og Kópavogsbúar flestir snyrtipinnar fram í fingurgóma. Það hlýtur að skína í gegn hjá Google sem og annarsstaðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

IMG_2428
Sigurbjorg
Karsnes
astros
portid2
bokamarkadur
Herbert 1_0003
img_3681
Halsatorg_eftir