Takið til í görðunum! Google Earth er í Kópavogi.

Bíllinn frá Google Earth sem tekur myndir í allar áttir af götum - og görðum. Mynd: http://www.google.com/maps/about/behind-the-scenes/streetview/
Bíllinn frá Google Earth sem tekur myndir í allar áttir af götum – og görðum. Mynd: http://www.google.com/maps/about/behind-the-scenes/streetview/

Frést hefur af einkennilegum smábíl um götur Kópavogs að undanförnu með framandi myndavélabúnað á toppnum. Um mun vera að ræða myndavélabíl frá Google sem er að taka myndir sem raðast saman í forritinu Google Earth. Þeir sem til þekkja vita að hægt er að skoða myndirnar í forritinu með mjög nákvæmum hætti. Kópavogsbúi sem lét okkur vita af ferðum smábílsins ætlaði að flýta sér heim og klippa runna og þrífa helsta rusl í kringum garðinn til að hann „…líti sem best út fyrir Google!“  Kópavogsfréttir hafa nákvæmlega engar áhyggjur af þessu því garðar bæjarbúa eru oftast til hreinnar fyrirmyndar og Kópavogsbúar flestir snyrtipinnar fram í fingurgóma. Það hlýtur að skína í gegn hjá Google sem og annarsstaðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í