Götuleikhús Kópavogs heimsækir leikskóla

Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.
Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.

Á vegum vinnuskóla Kópavogs er starfsrækt Götuleikhús yfir sumarið sem á sér langa sögu.  Í Götuleikhúsinu í ár eru fjórtán 16 og 17 ára ungmenni. Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.  Fyrstu vikuna eru ungmennin í undirbúningi fyrir 17. Júní hátíðarhöldin svo tekur við persónusköpun og spuni sem verður svo undirstaðan í leikritinu.  Eftir æfingar og þegar leikritið er tilbúið til sýningar tekur það um tvær vikur að fara með leikritið á milli leikskólanna.  Í ár ber leikritið titilinn „Leitin að Póló Prins“ og fjallar um ungan prins og ævintýri hans.

Sýningar hafa gengið vel í sumar þrátt fyrir rigningu.  Leikritið hefur vakið mikla lukku meðal barna og starfsfólks leikskólanna og sannarlega orðið að skemmtilegri hefð.  Götuleikhúsið brýtur upp daginn á leikskólunum og ungmennin þjálfast í framkomu.  Fjölbreytileikanum er fagnað í Götuleikhúsinu enda hafa ungmennin ólíka reynslu og bakgrunn af leiklist sem nýtist í sköpuninni og myndar skemmtilega dýnamík í hópnum

Leikarar Götuleikhússins eru: Alexander Valur, Birkir, Dóra Líf, Elís Orri, Evlalía Kolbrún, Gréta, Helga Sóley, Íris Ösp, Kjartan, Kolfinna Katla, Kristjana Ýr, Margrét Inga, Valgerður Embla og Vignir Daði.  Leikstjórar Götuleikhússins eru: Elísabet Skagfjörð og Óli Örn.

IMG_2428 IMG_2420 IMG_2411

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar