Götuleikhús Kópavogs heimsækir leikskóla

Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.
Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.
Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.

Á vegum vinnuskóla Kópavogs er starfsrækt Götuleikhús yfir sumarið sem á sér langa sögu.  Í Götuleikhúsinu í ár eru fjórtán 16 og 17 ára ungmenni. Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.  Fyrstu vikuna eru ungmennin í undirbúningi fyrir 17. Júní hátíðarhöldin svo tekur við persónusköpun og spuni sem verður svo undirstaðan í leikritinu.  Eftir æfingar og þegar leikritið er tilbúið til sýningar tekur það um tvær vikur að fara með leikritið á milli leikskólanna.  Í ár ber leikritið titilinn „Leitin að Póló Prins“ og fjallar um ungan prins og ævintýri hans.

Sýningar hafa gengið vel í sumar þrátt fyrir rigningu.  Leikritið hefur vakið mikla lukku meðal barna og starfsfólks leikskólanna og sannarlega orðið að skemmtilegri hefð.  Götuleikhúsið brýtur upp daginn á leikskólunum og ungmennin þjálfast í framkomu.  Fjölbreytileikanum er fagnað í Götuleikhúsinu enda hafa ungmennin ólíka reynslu og bakgrunn af leiklist sem nýtist í sköpuninni og myndar skemmtilega dýnamík í hópnum

Leikarar Götuleikhússins eru: Alexander Valur, Birkir, Dóra Líf, Elís Orri, Evlalía Kolbrún, Gréta, Helga Sóley, Íris Ösp, Kjartan, Kolfinna Katla, Kristjana Ýr, Margrét Inga, Valgerður Embla og Vignir Daði.  Leikstjórar Götuleikhússins eru: Elísabet Skagfjörð og Óli Örn.

IMG_2428 IMG_2420 IMG_2411

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem