Götuleikhús Kópavogs heimsækir leikskóla

Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.
Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.

Á vegum vinnuskóla Kópavogs er starfsrækt Götuleikhús yfir sumarið sem á sér langa sögu.  Í Götuleikhúsinu í ár eru fjórtán 16 og 17 ára ungmenni. Undanfarin þrjú ár hefur það verið markmið Götuleikhússins að semja eigið leikrit með spuna og flytja á öllum leikskólum Kópavogs.  Fyrstu vikuna eru ungmennin í undirbúningi fyrir 17. Júní hátíðarhöldin svo tekur við persónusköpun og spuni sem verður svo undirstaðan í leikritinu.  Eftir æfingar og þegar leikritið er tilbúið til sýningar tekur það um tvær vikur að fara með leikritið á milli leikskólanna.  Í ár ber leikritið titilinn „Leitin að Póló Prins“ og fjallar um ungan prins og ævintýri hans.

Sýningar hafa gengið vel í sumar þrátt fyrir rigningu.  Leikritið hefur vakið mikla lukku meðal barna og starfsfólks leikskólanna og sannarlega orðið að skemmtilegri hefð.  Götuleikhúsið brýtur upp daginn á leikskólunum og ungmennin þjálfast í framkomu.  Fjölbreytileikanum er fagnað í Götuleikhúsinu enda hafa ungmennin ólíka reynslu og bakgrunn af leiklist sem nýtist í sköpuninni og myndar skemmtilega dýnamík í hópnum

Leikarar Götuleikhússins eru: Alexander Valur, Birkir, Dóra Líf, Elís Orri, Evlalía Kolbrún, Gréta, Helga Sóley, Íris Ösp, Kjartan, Kolfinna Katla, Kristjana Ýr, Margrét Inga, Valgerður Embla og Vignir Daði.  Leikstjórar Götuleikhússins eru: Elísabet Skagfjörð og Óli Örn.

IMG_2428 IMG_2420 IMG_2411

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn