Götumarkaðsstemning í Smáralind um helgina.

Smáralind þurfti að tæma í gær vegna þess að brunavarnarkerfið fór í gang vegna reyks. Líklega kviknaði í út frá rafmagni en engin hætta skapaðist og engum varð meint af. Engum verður heldur meint af götumarkaðnum sem nú er í gangi í Smáralind. Útsölunni lýkur nú um helgina þar sem fullt af flottum vörum verða á enn lægra verði.

SmáralindTískufatakeðjan Esprit opnaði nýlega glæsilega verslun í Smáralind. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval af dömu- og herrafatnaði ásamt glæsilegri gallabuxnalínu og margskonar fylgihlutum. Esprit leggur áherslu á gæðavörur á góðu verði og hlýlegt og þægilegt umhverfi fyrir viðskiptavini.

Undirfataverslunin Change opnaði á 2. hæð við hliðina á Líf og list í júní. Í versluninni er að finna falleg undirföt fyrir konur á öllum aldri. Tískufataverslunin E-label opnaði á 2. hæð við hliðina á Top Shop í apríl. E-label er íslensk hönnun. Í versluninni er að finna flottan og þægilegan kvenfatnað og litríka fylgihluti.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn