Götumarkaðsstemning í Smáralind um helgina.

Smáralind þurfti að tæma í gær vegna þess að brunavarnarkerfið fór í gang vegna reyks. Líklega kviknaði í út frá rafmagni en engin hætta skapaðist og engum varð meint af. Engum verður heldur meint af götumarkaðnum sem nú er í gangi í Smáralind. Útsölunni lýkur nú um helgina þar sem fullt af flottum vörum verða á enn lægra verði.

SmáralindTískufatakeðjan Esprit opnaði nýlega glæsilega verslun í Smáralind. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval af dömu- og herrafatnaði ásamt glæsilegri gallabuxnalínu og margskonar fylgihlutum. Esprit leggur áherslu á gæðavörur á góðu verði og hlýlegt og þægilegt umhverfi fyrir viðskiptavini.

Undirfataverslunin Change opnaði á 2. hæð við hliðina á Líf og list í júní. Í versluninni er að finna falleg undirföt fyrir konur á öllum aldri. Tískufataverslunin E-label opnaði á 2. hæð við hliðina á Top Shop í apríl. E-label er íslensk hönnun. Í versluninni er að finna flottan og þægilegan kvenfatnað og litríka fylgihluti.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér