Götumarkaðsstemning í Smáralind um helgina.

Smáralind þurfti að tæma í gær vegna þess að brunavarnarkerfið fór í gang vegna reyks. Líklega kviknaði í út frá rafmagni en engin hætta skapaðist og engum varð meint af. Engum verður heldur meint af götumarkaðnum sem nú er í gangi í Smáralind. Útsölunni lýkur nú um helgina þar sem fullt af flottum vörum verða á enn lægra verði.

SmáralindTískufatakeðjan Esprit opnaði nýlega glæsilega verslun í Smáralind. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval af dömu- og herrafatnaði ásamt glæsilegri gallabuxnalínu og margskonar fylgihlutum. Esprit leggur áherslu á gæðavörur á góðu verði og hlýlegt og þægilegt umhverfi fyrir viðskiptavini.

Undirfataverslunin Change opnaði á 2. hæð við hliðina á Líf og list í júní. Í versluninni er að finna falleg undirföt fyrir konur á öllum aldri. Tískufataverslunin E-label opnaði á 2. hæð við hliðina á Top Shop í apríl. E-label er íslensk hönnun. Í versluninni er að finna flottan og þægilegan kvenfatnað og litríka fylgihluti.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að