Smáralind þurfti að tæma í gær vegna þess að brunavarnarkerfið fór í gang vegna reyks. Líklega kviknaði í út frá rafmagni en engin hætta skapaðist og engum varð meint af. Engum verður heldur meint af götumarkaðnum sem nú er í gangi í Smáralind. Útsölunni lýkur nú um helgina þar sem fullt af flottum vörum verða á enn lægra verði.
Tískufatakeðjan Esprit opnaði nýlega glæsilega verslun í Smáralind. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval af dömu- og herrafatnaði ásamt glæsilegri gallabuxnalínu og margskonar fylgihlutum. Esprit leggur áherslu á gæðavörur á góðu verði og hlýlegt og þægilegt umhverfi fyrir viðskiptavini.
Undirfataverslunin Change opnaði á 2. hæð við hliðina á Líf og list í júní. Í versluninni er að finna falleg undirföt fyrir konur á öllum aldri. Tískufataverslunin E-label opnaði á 2. hæð við hliðina á Top Shop í apríl. E-label er íslensk hönnun. Í versluninni er að finna flottan og þægilegan kvenfatnað og litríka fylgihluti.