Götumarkaðsstemning við Nýbýlaveg

Verslanir og þjónustufyrirtæki við Nýbýlaveg 2 – 12 fagna nú eins árs opnunarafmæli og verða með opið til kl 22 fimmtudaginn 23. október. Boðið verður upp á sértilboð og afslætti, veitingar og tónlist.

Á FYLGIFISKUM verður hægt að smakka og versla gómsæta og guðdómlega fiskrétti með 10% afslætti.

EVUKLÆÐI og ÍSAFOLD munu bjóða upp á tískusýningu kl 19:30 með dynjandi undirspili DJ Þuru Stínu m er meðal flottustu ungu kvenplötusnúða á Íslandi í dag, ásamt því að bjóða upp á ljúfa tóna með kaffi og súkkulaði í boði KARL K. KARLSSON heildsölu í RÆMUNNI  Nýbýlavegi 6.  Þar mun einnig vera kynning á Oroblu sokkabuxum og lokkandi tilboð á vörum í versluninni.

TOKYO SUSHI  við Nýbýlaveg 4, býður upp á smakk á ýmsum réttum og flotta tilboðsbakka á sushi.

SPARTA  Nýbýlavegi 6  efri hæð, mun bjóða tilboð á eins og þriggja mánaða korti, blóðþrýstingsmælingu, 1mín hreyfiáskoranir, hreyfigreiningu og fleira skemmtilegt.

KAFFITÁR  býður upp á ilmandi kaffi og meðlæti fyrir eyru og bragðlauka, m.a. dásamlegar eftirrétta „smá“kökur og veittur verður 20% af öllu súrdeigsbrauði.

NÍU HEIMAR  skartgripahönnuðir og þúsundþjalasmiðir opna sína skemmtilegu vinnustofu og bjóða einnig upp á léttar veitingar.

Strákarnir í BÍLASPRAUTUN AUÐUNS  bjóða fólki fría tjónaskoðun.

BLÓMABÚÐIN í Portinu býður frábær opnunartilboð og dásamlega stemningu.

Zo-On verður með sínar vörur á factory store verði og verður því hægt að gera góð kaup á hágæða útivistarfatnaði.

Leiðbeinendur frá Herbalife Center verða á ferðinni að bjóða heppnum gestum frítt lífsstílsmat.

Veitingarstaðurinn SERRANO ætlar að vera með meistaramánaðartilboð og bjóða upp á fáránlega ferskt LKL salat og hressandi Kristal á 1.300 krónur. Auk þess mun asíski vera með tilboð á dumplings með bragðmiklum sósum og bjór á 1.990 kr.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Gatan mun iða af lífi og allt löðrandi í tilboðum og tónlist. Matur, tíska, hönnun og heilsa. Galopið til kl 22.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Margret
Kopav_flokkar__200x180_forsida
boccia
Willum Þór Þórsson, skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
163588_10151345112187592_60343583_n
Halla
2015 Hverfafélag Smárahverfis
10409229_896213317074712_3762928544693747587_n
2014.05-To be-ISL