Verslanir og þjónustufyrirtæki við Nýbýlaveg 2 – 12 fagna nú eins árs opnunarafmæli og verða með opið til kl 22 fimmtudaginn 23. október. Boðið verður upp á sértilboð og afslætti, veitingar og tónlist.
Á FYLGIFISKUM verður hægt að smakka og versla gómsæta og guðdómlega fiskrétti með 10% afslætti.
EVUKLÆÐI og ÍSAFOLD munu bjóða upp á tískusýningu kl 19:30 með dynjandi undirspili DJ Þuru Stínu m er meðal flottustu ungu kvenplötusnúða á Íslandi í dag, ásamt því að bjóða upp á ljúfa tóna með kaffi og súkkulaði í boði KARL K. KARLSSON heildsölu í RÆMUNNI Nýbýlavegi 6. Þar mun einnig vera kynning á Oroblu sokkabuxum og lokkandi tilboð á vörum í versluninni.
TOKYO SUSHI við Nýbýlaveg 4, býður upp á smakk á ýmsum réttum og flotta tilboðsbakka á sushi.
SPARTA Nýbýlavegi 6 efri hæð, mun bjóða tilboð á eins og þriggja mánaða korti, blóðþrýstingsmælingu, 1mín hreyfiáskoranir, hreyfigreiningu og fleira skemmtilegt.
KAFFITÁR býður upp á ilmandi kaffi og meðlæti fyrir eyru og bragðlauka, m.a. dásamlegar eftirrétta „smá“kökur og veittur verður 20% af öllu súrdeigsbrauði.
NÍU HEIMAR skartgripahönnuðir og þúsundþjalasmiðir opna sína skemmtilegu vinnustofu og bjóða einnig upp á léttar veitingar.
Strákarnir í BÍLASPRAUTUN AUÐUNS bjóða fólki fría tjónaskoðun.
BLÓMABÚÐIN í Portinu býður frábær opnunartilboð og dásamlega stemningu.
Zo-On verður með sínar vörur á factory store verði og verður því hægt að gera góð kaup á hágæða útivistarfatnaði.
Leiðbeinendur frá Herbalife Center verða á ferðinni að bjóða heppnum gestum frítt lífsstílsmat.
Veitingarstaðurinn SERRANO ætlar að vera með meistaramánaðartilboð og bjóða upp á fáránlega ferskt LKL salat og hressandi Kristal á 1.300 krónur. Auk þess mun asíski vera með tilboð á dumplings með bragðmiklum sósum og bjór á 1.990 kr.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Gatan mun iða af lífi og allt löðrandi í tilboðum og tónlist. Matur, tíska, hönnun og heilsa. Galopið til kl 22.