Grænlensk skólabörn í Kópavogi

Á hverju ári síðan 2006 hefur KALAK, vinafélag Grænlands og Íslands, í samvinnu við Kópavogsbæ, Hrókinn og fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga, boðið 11 ára börnum af austurströnd Grænlands til tveggja vikna dvalar á Íslandi. Aðaltilgangur ferðarinnar er að kenna börnunum sund og kynna þau fyrir jafnöldrum sínum og íslensku samfélagi.

Börnin byrja daginn á sundkennslu í Salalaug og taka svo þátt í skólastarfi með jafnöldrum sínum í Vatnsendaskóla.

Í ár komu þau föstudaginn 6. september og fara til baka núna um helgina. Hópurinn samanstendur af 16 börnum og 5 kennurum.

Sundkennarar eru þau Guðrún H. Eiríksdóttir og Haraldur Erlendsson en þau hafa annast sundkennsluna af mikilli fagmennsku undanfarin ár. Börnin byrja daginn á sundkennslu í Salalaug og taka svo þátt í skólastarfi með jafnöldrum sínum í Vatnsendaskóla. Eftir hádegi fara þau svo aftur í sund. 

Hugleiðslu- og slökunarstund. Margir leggja sitt af mörkum við að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta.

Þrátt fyrir tungumálaörðugleika hefur allt samstarf gengið ljómandi vel. Margir leggja sitt af mörkum við að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta. Þau heimsækja Húsdýragarðinn og Skautahöllina, versla smáveigis í Kringlunni, fara í ferð um Gullna Hringinn og á hestbak. Heimsókn á  Bessastaði er ein af stóru stundunum fyrir börnin og kennara þeirra. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar