Grænlensk skólabörn í Kópavogi

Á hverju ári síðan 2006 hefur KALAK, vinafélag Grænlands og Íslands, í samvinnu við Kópavogsbæ, Hrókinn og fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga, boðið 11 ára börnum af austurströnd Grænlands til tveggja vikna dvalar á Íslandi. Aðaltilgangur ferðarinnar er að kenna börnunum sund og kynna þau fyrir jafnöldrum sínum og íslensku samfélagi.

Börnin byrja daginn á sundkennslu í Salalaug og taka svo þátt í skólastarfi með jafnöldrum sínum í Vatnsendaskóla.

Í ár komu þau föstudaginn 6. september og fara til baka núna um helgina. Hópurinn samanstendur af 16 börnum og 5 kennurum.

Sundkennarar eru þau Guðrún H. Eiríksdóttir og Haraldur Erlendsson en þau hafa annast sundkennsluna af mikilli fagmennsku undanfarin ár. Börnin byrja daginn á sundkennslu í Salalaug og taka svo þátt í skólastarfi með jafnöldrum sínum í Vatnsendaskóla. Eftir hádegi fara þau svo aftur í sund. 

Hugleiðslu- og slökunarstund. Margir leggja sitt af mörkum við að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta.

Þrátt fyrir tungumálaörðugleika hefur allt samstarf gengið ljómandi vel. Margir leggja sitt af mörkum við að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta. Þau heimsækja Húsdýragarðinn og Skautahöllina, versla smáveigis í Kringlunni, fara í ferð um Gullna Hringinn og á hestbak. Heimsókn á  Bessastaði er ein af stóru stundunum fyrir börnin og kennara þeirra. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,