Grænlensk skólabörn í Kópavogi

Á hverju ári síðan 2006 hefur KALAK, vinafélag Grænlands og Íslands, í samvinnu við Kópavogsbæ, Hrókinn og fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga, boðið 11 ára börnum af austurströnd Grænlands til tveggja vikna dvalar á Íslandi. Aðaltilgangur ferðarinnar er að kenna börnunum sund og kynna þau fyrir jafnöldrum sínum og íslensku samfélagi.

Börnin byrja daginn á sundkennslu í Salalaug og taka svo þátt í skólastarfi með jafnöldrum sínum í Vatnsendaskóla.

Í ár komu þau föstudaginn 6. september og fara til baka núna um helgina. Hópurinn samanstendur af 16 börnum og 5 kennurum.

Sundkennarar eru þau Guðrún H. Eiríksdóttir og Haraldur Erlendsson en þau hafa annast sundkennsluna af mikilli fagmennsku undanfarin ár. Börnin byrja daginn á sundkennslu í Salalaug og taka svo þátt í skólastarfi með jafnöldrum sínum í Vatnsendaskóla. Eftir hádegi fara þau svo aftur í sund. 

Hugleiðslu- og slökunarstund. Margir leggja sitt af mörkum við að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta.

Þrátt fyrir tungumálaörðugleika hefur allt samstarf gengið ljómandi vel. Margir leggja sitt af mörkum við að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta. Þau heimsækja Húsdýragarðinn og Skautahöllina, versla smáveigis í Kringlunni, fara í ferð um Gullna Hringinn og á hestbak. Heimsókn á  Bessastaði er ein af stóru stundunum fyrir börnin og kennara þeirra. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér