Það voru tveir leikir á dagskrá í pepsi deild kvenna í kvöld þar sem Breiðablik rótburstaði Þrótt Reykjavík.
Gréta Mjöll Samúelsdóttir var hetja Breiðabliks í stór sigri liðsins á Þrótt Reykjavík, 5-0, á Kópavogsvelli í kvöld.
Fyrsta markið skoraði Gréta Mjöll eftir 25 mínútna leik og svo 20 mínútum seinna bætti hún við sínu öðru marki, og var staðan 2-0 í hálfleik.
Gréta Mjöll kláraði svo þrennuna sína á 68. Á 77. mínútu skoraði Hildur Sif Hauksdóttir fjórða mark liðsins, og gerði svo Gréta gjörsamlega út um leikinn á 88. mínútu með sínu fjórða marki, og 5-0 sigur í höfn.
sport.is