Gréta Mjöll fór fyrir sínu liði

Breiðablik

Það voru tveir leikir á dagskrá í pepsi deild kvenna í kvöld þar sem Breiðablik rótburstaði Þrótt Reykjavík.

Gréta Mjöll Samúelsdóttir var hetja Breiðabliks í stór sigri liðsins á Þrótt Reykjavík, 5-0,  á Kópavogsvelli í kvöld.

Fyrsta markið skoraði Gréta Mjöll eftir 25 mínútna leik og svo 20 mínútum seinna bætti hún við sínu öðru marki, og var staðan 2-0 í hálfleik.

Gréta Mjöll kláraði svo þrennuna sína á 68. Á 77. mínútu skoraði Hildur Sif Hauksdóttir fjórða mark liðsins, og gerði svo Gréta gjörsamlega út um leikinn á 88. mínútu með sínu fjórða marki, og 5-0 sigur í höfn.

sport.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn