Gríðarlegar mannabreytingar á bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn funda um myndun meirihluta síðdegis.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks næsta kjörtimabil í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmundur Geirdal. Þau Margrét, Hjördís og Guðmundur hafa ekki setið áður í bæjarstjórn.

Gríðarleg endurnýjun verður á nýrri bæjarstjórn Kópavogs á þessu kjörtímabili. Af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn koma níu nýir aðalfulltrúar inn:

Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni í bæjarstjórn í kosningunum og fékk fimm menn kjörna með 39,3% atkvæða.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks næsta kjörtimabil í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmundur Geirdal. Þau Margrét, Hjördís og Guðmundur hafa ekki setið áður í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks næsta kjörtimabil í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmundur Geirdal. Þau Margrét, Hjördís og Guðmundur koma ný í bæjarstjórn Kópavogs en Karen var áður varabæjarfulltrúi.

Samfylking tapaði manni í kosningunum, hafði áður þrjá bæjarfulltrúa en fékk nú tvo, með 16,1% fylgi.

Samfylking tapaði manni úr bæjarstjórn og fær tvo bæjarfulltrúa kjörna; þau Pétur Hrafn Sigurðsson, oddvita listans og Ásu Richardsdóttir.
Samfylking tapaði manni úr bæjarstjórn og fær tvo bæjarfulltrúa kjörna; þau Pétur Hrafn Sigurðsson, oddvita listans og Ásu Richardsdóttir. Hvorugt þeirra hefur áður setið í bæjarstjórn Kópavogs.

Björt framíð er nýr flokkur sem bauð fram og fékk 15,2% og tvo nýja menn kjörna sem ekki hafa verið áður í bæjarstjórn Kópavogs:

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, og Sverrir Óskarsson.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, og Sverrir Óskarsson eru nýir bæjarfulltrúar í Kópavogi.

Framsóknarflokkurinn fékk 11,8% og einn mann kjörinn:

Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, kemur nýr i bæjarstjórn Kópavogs.
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, kemur nýr i bæjarstjórn Kópavogs.

Vinstri-græn og félagshyggjufólk fékk 9,6% atkvæða og einn mann kjörinn:

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.

Af ellefu manna bæjarstjórn eru því aðeins tveir bæjarfulltrúar sem setið hafa áður sem aðalfulltrúar í bæjarstjórn Kópavogs, þeir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF. Hinir bæjarfulltrúarnir níu koma nýir inn í bæjarstjórn.

Aðrir flokkar sem buðu fram lista; Dögun, Næst besti flokkurinn og Píratar náðu ekki inn manni.

Athygli vekur að þátttaka í kosningunum var mjög dræm, einungis 60,8% en hún var 68,8% í síðustu sveitastjórnarkosningum í Kópavogi.

Í bæjarstjórn sitja ellefu bæjarfulltrúar þannig að atkvæði sex fulltrúa mynda meirihluta. Telja má líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur myndi meirihluta, en samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta munu oddvitar þessara flokka funda nú síðdegis um meirihlutasamstarf í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem