Gríðarlegar mannabreytingar á bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn funda um myndun meirihluta síðdegis.

Gríðarleg endurnýjun verður á nýrri bæjarstjórn Kópavogs á þessu kjörtímabili. Af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn koma níu nýir aðalfulltrúar inn:

Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni í bæjarstjórn í kosningunum og fékk fimm menn kjörna með 39,3% atkvæða.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks næsta kjörtimabil í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmundur Geirdal. Þau Margrét, Hjördís og Guðmundur hafa ekki setið áður í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks næsta kjörtimabil í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmundur Geirdal. Þau Margrét, Hjördís og Guðmundur koma ný í bæjarstjórn Kópavogs en Karen var áður varabæjarfulltrúi.

Samfylking tapaði manni í kosningunum, hafði áður þrjá bæjarfulltrúa en fékk nú tvo, með 16,1% fylgi.

Samfylking tapaði manni úr bæjarstjórn og fær tvo bæjarfulltrúa kjörna; þau Pétur Hrafn Sigurðsson, oddvita listans og Ásu Richardsdóttir.
Samfylking tapaði manni úr bæjarstjórn og fær tvo bæjarfulltrúa kjörna; þau Pétur Hrafn Sigurðsson, oddvita listans og Ásu Richardsdóttir. Hvorugt þeirra hefur áður setið í bæjarstjórn Kópavogs.

Björt framíð er nýr flokkur sem bauð fram og fékk 15,2% og tvo nýja menn kjörna sem ekki hafa verið áður í bæjarstjórn Kópavogs:

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, og Sverrir Óskarsson.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, og Sverrir Óskarsson eru nýir bæjarfulltrúar í Kópavogi.

Framsóknarflokkurinn fékk 11,8% og einn mann kjörinn:

Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, kemur nýr i bæjarstjórn Kópavogs.
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, kemur nýr i bæjarstjórn Kópavogs.

Vinstri-græn og félagshyggjufólk fékk 9,6% atkvæða og einn mann kjörinn:

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.

Af ellefu manna bæjarstjórn eru því aðeins tveir bæjarfulltrúar sem setið hafa áður sem aðalfulltrúar í bæjarstjórn Kópavogs, þeir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF. Hinir bæjarfulltrúarnir níu koma nýir inn í bæjarstjórn.

Aðrir flokkar sem buðu fram lista; Dögun, Næst besti flokkurinn og Píratar náðu ekki inn manni.

Athygli vekur að þátttaka í kosningunum var mjög dræm, einungis 60,8% en hún var 68,8% í síðustu sveitastjórnarkosningum í Kópavogi.

Í bæjarstjórn sitja ellefu bæjarfulltrúar þannig að atkvæði sex fulltrúa mynda meirihluta. Telja má líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur myndi meirihluta, en samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta munu oddvitar þessara flokka funda nú síðdegis um meirihlutasamstarf í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér