Grindverk eins og ostur á Digranesheiðinni.

Eitt sérkennilegasta útilistaverk bæjarins er tvímælalaust grindverkið að Digranesheiði 2.  Grindverkið minnir helst á ryðgaðan ost.

Sérkennilegt útilistarverk á Digranesheiði. Mynd: Einar Tómas Grétarsson.
Sérkennilegt útilistarverk á Digranesheiði. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

„Okkur vantaði grindverk hérna til að búa til skjól en ég gat ekki hugsað mér að loka fyrir útsýnið hérna,“ segir Áslaug Edda Guðnadóttir, sem hannaði þetta nýstárlega grindverk. „Ég fékk þá hugmynd að setja stór göt í járnbútana sem hann Stefán Sveinsson, þúsundþjalasmiður, aðstoðaði mig með.“

-Og þú hannaðir þetta útlit sjálf?

„Já, algjörlega! Ég er mjög fylgjandi því að fólk eigi að reyna að skapa sjálft sína list. Sjálf hef ég fengist við leirlist og fleira því tengt í gegnum tíðina. Ég notaði bara matardisk og stórar skálar við að gera þessar holur og útkoman er grindverk sem er eins og ostur,“ segir Áslaug kankvís.

Áslaug Edda Guðnadóttir á Digranesheiðinni. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.
Áslaug Edda Guðnadóttir á Digranesheiðinni. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

-Þetta vekur athygli vegfarenda?

„Já, ég efast um að fólk hafi séð eitthvað svipað annars staðar. Þetta vekur mikla athygli og fólk hefur oft komið og spurt mig hvaða listamaður sé hér að verki,“ segir Áslaug Edda Guðnadóttir, íbúi að Digranesheiði 2 og útilistamaður.

Útilistaverkið - sem minnir á ost - á Digranesheiði 2 hefur vakið verðskuldaða athygli vegfarenda. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.
Útilistaverkið – sem minnir á ost – á Digranesheiði 2 hefur vakið verðskuldaða athygli vegfarenda. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór