Grindverk eins og ostur á Digranesheiðinni.

Eitt sérkennilegasta útilistaverk bæjarins er tvímælalaust grindverkið að Digranesheiði 2.  Grindverkið minnir helst á ryðgaðan ost.

Sérkennilegt útilistarverk á Digranesheiði. Mynd: Einar Tómas Grétarsson.
Sérkennilegt útilistarverk á Digranesheiði. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

„Okkur vantaði grindverk hérna til að búa til skjól en ég gat ekki hugsað mér að loka fyrir útsýnið hérna,“ segir Áslaug Edda Guðnadóttir, sem hannaði þetta nýstárlega grindverk. „Ég fékk þá hugmynd að setja stór göt í járnbútana sem hann Stefán Sveinsson, þúsundþjalasmiður, aðstoðaði mig með.“

-Og þú hannaðir þetta útlit sjálf?

„Já, algjörlega! Ég er mjög fylgjandi því að fólk eigi að reyna að skapa sjálft sína list. Sjálf hef ég fengist við leirlist og fleira því tengt í gegnum tíðina. Ég notaði bara matardisk og stórar skálar við að gera þessar holur og útkoman er grindverk sem er eins og ostur,“ segir Áslaug kankvís.

Áslaug Edda Guðnadóttir á Digranesheiðinni. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.
Áslaug Edda Guðnadóttir á Digranesheiðinni. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

-Þetta vekur athygli vegfarenda?

„Já, ég efast um að fólk hafi séð eitthvað svipað annars staðar. Þetta vekur mikla athygli og fólk hefur oft komið og spurt mig hvaða listamaður sé hér að verki,“ segir Áslaug Edda Guðnadóttir, íbúi að Digranesheiði 2 og útilistamaður.

Útilistaverkið - sem minnir á ost - á Digranesheiði 2 hefur vakið verðskuldaða athygli vegfarenda. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.
Útilistaverkið – sem minnir á ost – á Digranesheiði 2 hefur vakið verðskuldaða athygli vegfarenda. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð