Grindverk eins og ostur á Digranesheiðinni.

Áslaug Edda Guðnadóttir á Digranesheiðinni. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

Eitt sérkennilegasta útilistaverk bæjarins er tvímælalaust grindverkið að Digranesheiði 2.  Grindverkið minnir helst á ryðgaðan ost.

Sérkennilegt útilistarverk á Digranesheiði. Mynd: Einar Tómas Grétarsson.
Sérkennilegt útilistarverk á Digranesheiði. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

„Okkur vantaði grindverk hérna til að búa til skjól en ég gat ekki hugsað mér að loka fyrir útsýnið hérna,“ segir Áslaug Edda Guðnadóttir, sem hannaði þetta nýstárlega grindverk. „Ég fékk þá hugmynd að setja stór göt í járnbútana sem hann Stefán Sveinsson, þúsundþjalasmiður, aðstoðaði mig með.“

-Og þú hannaðir þetta útlit sjálf?

„Já, algjörlega! Ég er mjög fylgjandi því að fólk eigi að reyna að skapa sjálft sína list. Sjálf hef ég fengist við leirlist og fleira því tengt í gegnum tíðina. Ég notaði bara matardisk og stórar skálar við að gera þessar holur og útkoman er grindverk sem er eins og ostur,“ segir Áslaug kankvís.

Áslaug Edda Guðnadóttir á Digranesheiðinni. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.
Áslaug Edda Guðnadóttir á Digranesheiðinni. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

-Þetta vekur athygli vegfarenda?

„Já, ég efast um að fólk hafi séð eitthvað svipað annars staðar. Þetta vekur mikla athygli og fólk hefur oft komið og spurt mig hvaða listamaður sé hér að verki,“ segir Áslaug Edda Guðnadóttir, íbúi að Digranesheiði 2 og útilistamaður.

Útilistaverkið - sem minnir á ost - á Digranesheiði 2 hefur vakið verðskuldaða athygli vegfarenda. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.
Útilistaverkið – sem minnir á ost – á Digranesheiði 2 hefur vakið verðskuldaða athygli vegfarenda. Mynd: Einar Tómas Grétarsson fyrir Kópavogsfréttir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins vígðu áningastaðinn í dag.
File0809
Kveko_Perlurogpilsaþytur_2014_3
jt
Heilsuskóli Tanya
sigurbjorgegils
Karlakor Kopavogs
Axel Ingi
Hressingarhaeli_7