GRIPIÐ & GREITT – ný sjálfsafgreiðslulausn í Bónus

Kynning

Bónus kynnir GRIPIÐ & GREITT, nýja og þægilega sjálfsafgreiðslulausn. Flest erum við orðin vön sjálfsafgreiðslukössum við útgang verslana, en GRIPIÐ & GREITT gengur skrefinu lengra. Viðskiptavinir fá afhentan léttan og handhægan skanna við innganginn og geta því skannað vörurnar sínar beint ofan í pokann á leið sinni í gegnum verslunina.

 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.

„Þessi lausn á ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur er um að ræða nýja þjónustuleið fyrir viðskiptavini okkar sem kjósa að afgreiða sig sjálfir. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vöruna mörgum sinnum heldur skanna beint í pokann – handtökunum fækkar því til muna“, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.

Steinar J. Kristjánsson, upplýsingatæknistjóri Bónus, hefur leitt verkefnið áfram en að því koma innlendir og erlendir aðilar og hefur vinna við þetta staðið yfir síðustu mánuði.

Að sögn Guðmundar er GRIPIÐ & GREITT ein stærsta innleiðing sem Bónus hefur ráðist í og ætlar Bónus að innleiða lausnina í áföngum.

„Við byrjum í áföngum, prófum þetta fyrst á Smáratorgi og svo detta búðirnar inn ein af annarri næstu mánuði ef viðskiptavinir taka vel í þetta. Þessi lausn þekkist víða í Evrópu og hefur gefið góða raun.“

Ferlið virkar einfaldlega þannig að fólk kemur að tækjavegg í búðinni, notar GRIPIÐ & GREITT vildarkort, sem viðskiptavinir nálgast í nýju Bónus appi, og fær úthlutað skanna. Skanninn fer vel í hendi en einnig er hægt að festa hann á innkaupakerru. Í grænmetis- og ávaxtakæli er sérstök snjallvog þar sem vörur eru vigtaðar og viðskiptavinir greiða eftir þyngd en ekki fjölda. Þegar verslunarferð lýkur fara viðskiptavinir á sérstakt GRIPIÐ & GREITT greiðslusvæði þar sem gengið er frá greiðslu.

„GRIPIÐ & GREITT byggir á trausti milli Bónus og viðskiptavinar og þannig viljum við hafa það“, segir Guðmundur. „Við fylgjumst þó með til öryggis og tökum stikkprufur. Viðskiptavinir geta átt von á því að starfsmaður framkvæmi svokallað þjónustueftirlit þar sem innkaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslusvæði. Þjónustueftirlitið á ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskiptavini okkar og bara eðlilegur hluti af ferlinu, en afar mikilvægt til að tryggja að lausnin virki eins og hún á að gera.“

Samhliða GRIPIÐ & GREITT er Bónus að gefa út sitt fyrsta app þar sem viðskipavinir munu geta séð vöruframboðið, búið til innkaupalista sem hægt er að deila með vinum og vandamönnum og séð greiðslusögu sína á einfaldan hátt.

„Við erum rétt að byrja og sjáum fyrir okkur að þróa appið áfram í takt við þarfir viðskiptavina okkar og bæta þjónustuna við þá enn frekar. Við bindum miklar vonir við GRIPIÐ & GREITT og gerum ráð fyrir að fólk muni taka þessum nýja valkosti fagnandi“ segir Guðmundur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

samkomulag
symposium-16-1005109
Kópavogur skipulag
_MG_3352
Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins. Ljósmynd: Geir Ólafsson.
Ferðamannavagn_samstarfsaðilar
Cycle listahátíð
Arnþór Sigurðsson
IMG_1687