Gróska í Kópavogi

Kristinn Dagur Gissurarson er formaður Skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Kristinn Dagur Gissurarson er formaður Skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Mjög ánægjuleg þróun á sér nú stað í Kópavogi. Eftir langt tímabil stöðnunar í kjölfar hrunsins er nú tími uppbyggingar og hóflegrar bjartsýni. Þegar við framsóknarmenn í Kópavogi mynduðum nýjan meirihluta í samstarfi við tvo aðra flokka í byrjun árs 2012 var tekið verklega á málum og hafin sókn til framfara og uppbyggingar í bæjarfélaginu. Strax var hafist handa við að laða öflug byggingafyrirtæki til þess að hefja byggingu fjölbýlishúsa í bænum enda ljóst að þörfin var orðin brýn þar sem ekkert hafði verið byggt um nokkurra ára skeið. Formaður framkvæmdaráðs, fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson einhenti sér í málið fyrir hönd meirihlutans, auglýsti og kynnti kosti þess að byggja í Kópavogi. Skemst er frá því að segja að árangurinn af þessu átaki okkar varð sá að Kópavogur varð fyrst sveitarfélaga til þess að ná sér á strik, lóðir seldust og framkvæmdir hófust sem hleypti lífi í þann góða bæ sem við byggjum. Bjartsýni tók við af bölsýni og allir horfðu fram á veginn. Tekjur jukust og greitt var inn á skuldir bæjarins.

En meira þarf til. Við í Framsókn Kópavogi leggjum ríka áherslu á að nægilegt framboð lóða verði fyrir þá öflugu verktaka sem hafa byggt í Kópavogi og staðið vel að málum. Við viljum fjölbreytta byggð þar sem hugað er ungum sem eru að byrja búskap, barnafjölskyldum og síðast en ekki síst heldri borgurum sem vilja minnka við sig og komast í fjölbýli með eða án þjónustu.

Nú þegar er búið að deiliskipuleggja um 300 íbúðabyggð austast í Glaðheimum sem vonandi verður hægt að úthluta í sumar. Þar er um afar metnaðarfullt verkefni að ræða þar sem byggð verður þétt en um leið mannlífsvæn. Annað svæði sem þarf að ráðast í nú þegar er að hefja uppbyggingu á Kársnesi þar sem brú, fyrir gangandi og hjólandi, yfir Fossvog er lykilatriði. Þannig geturm við stutt við umhverfisvænar samgöngur. Fleiri svæði eru á “teikniborðinu” eins og Auðbrekkusvæðið og svæðið ofan Smáralindar.

Sá háttur sem komst á í tíð Sigurðar Geirdals, fyrrum bæjarstjóra og oddvita Framsóknar, meðan hans naut við og síðar af Ómari Stefánssyni, núverandi bæjarfulltrúa og Gunnari Inga Bigissyni, fyrrum oddvita sjálfstæðismanna,  að byggja skóla, leikskóla, íþróttamannvirki ásamt verslun og þjónustu samhliða uppbyggingu nýrra hverfa mælist afar vel fyrir hjá þeim sem flytjast í bæinn okkar.

Við í Framsókn Kópavogi erum stolt af verkum okkar og munum vinna að því hörðum höndum að gera góðan bæ enn betri. Til þess þurfum við þinn stuðning.

X-B.

Þegar deiliskipulagt svæði á Glaðheimasvæðinu fyir um 300 íbúðir. Horft norður frá Askalind að Bæjarlind. Lindarvegur hægra megin á teikningunni.
Þegar deiliskipulagt svæði á Glaðheimasvæðinu fyir um 300 íbúðir. Horft norður frá Askalind að Bæjarlind. Lindarvegur hægra megin á teikningunni.

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér