Guðrún G. Halldórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lindaskóla. Ráðningin var einróma samþykkt á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær, fimmtudag 16. maí 2013. Guðrún tekur við stöðu skólastjóra þann 1. ágúst af Gunnsteini Sigurðssyni.
Guðrún hefur lokið M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana. Síðastliðin 3 ár hefur hún gegnt starfi aðstoðarskólastjóra Lindaskóla.
Hún gegndi stöðu skólastjóra í grunnskólanum í Búðardal frá 2002-2009 og stöðu aðstoðarskólastjóra við sama skóla frá 1999-2002.
Á árunum 1988-1998 starfaði hún sem umsjónarkennari í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Samhliða aðstoðarskólastjórastöðu í Lindaskóla hefur Guðrún verið deildarstjóri yngsta stigs.
Kópavogsbær óskar Guðrúnu innilega til hamingju með stöðuna og velfarnaðar í starfi.