Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri Lindaskóla.

lindaskolaskolastjori
Guðrún G. Halldórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lindaskóla. Ráðningin var einróma samþykkt á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær, fimmtudag 16. maí 2013. Guðrún tekur við stöðu skólastjóra þann 1. ágúst af Gunnsteini Sigurðssyni.

 

Guðrún hefur lokið M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana. Síðastliðin 3 ár hefur hún gegnt starfi aðstoðarskólastjóra Lindaskóla.

 

Hún gegndi stöðu skólastjóra í grunnskólanum í Búðardal frá 2002-2009 og stöðu aðstoðarskólastjóra við sama skóla frá 1999-2002.

 

Á árunum 1988-1998 starfaði hún sem umsjónarkennari í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Samhliða aðstoðarskólastjórastöðu í Lindaskóla hefur Guðrún verið deildarstjóri yngsta stigs.

 

Kópavogsbær óskar Guðrúnu innilega til hamingju með stöðuna og velfarnaðar í starfi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem