Afmælistónleikar Guðrúnar Gunnarsdóttur í Salnum.

Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fagnaði 50 ára afmæli á árinu og í tilefni af því kemur út plata með hennar bestu lögum. Platan heitir einfaldlega Bezt og er hluti af hljómplöturöð á vegum Dimmu útgáfu.

Í tilefni af bæði afmælinu og útkomu plötunnar ætlar Guðrún, ásamt hljómsveit að halda tónleika í Salnum, Kópavogi miðvikudagskvöldið 6.nóvember.

Á efnisskránni verða ýmis lög af ferlinum, sem spannar um 30 ár. Má þar helst nefna lög af sólóplötunum Eins og vindurinn(2004) og Umvafin englum(2008), lög af plötunni sem var til heiðurs Cornelis Vreeswijk(2009) og metsöluplötunni Óður til Ellyjar(2003) sem var tekin upp í Salnum og Guðrún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2003, ásamt lögum sem hafa verið algengir gestir á efnisskrá söngkonunnar í gegnum tíðina.

Sérstakir gestir verða þeir Stefán Hilmarsson og Friðrik Ómar

Hljómsveit Guðrúnar skipa þeir :
Gunnar Gunnarsson – Píanó
Ásgeir Ásgeirsson – gítar
Hannes Friðbjarnarson – trommur
Þorgrímur Jónsson – Bassi
Sigurður Flosason – Saxófónar og slagverk

Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og er miðaverð 3.900kr.

Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

dirb.1-copy
HK 5. flokkur
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Afmæli
Sandra Fairbairn
Yfirlitsmynd-1
Screenshot-2023-10-04-at-06.47.02
Undirritun_Gegnheimilisofbeldi
14352021_1468778826472049_2786611848971614432_o-690×315-1