Afmælistónleikar Guðrúnar Gunnarsdóttur í Salnum.

Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fagnaði 50 ára afmæli á árinu og í tilefni af því kemur út plata með hennar bestu lögum. Platan heitir einfaldlega Bezt og er hluti af hljómplöturöð á vegum Dimmu útgáfu.

Í tilefni af bæði afmælinu og útkomu plötunnar ætlar Guðrún, ásamt hljómsveit að halda tónleika í Salnum, Kópavogi miðvikudagskvöldið 6.nóvember.

Á efnisskránni verða ýmis lög af ferlinum, sem spannar um 30 ár. Má þar helst nefna lög af sólóplötunum Eins og vindurinn(2004) og Umvafin englum(2008), lög af plötunni sem var til heiðurs Cornelis Vreeswijk(2009) og metsöluplötunni Óður til Ellyjar(2003) sem var tekin upp í Salnum og Guðrún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2003, ásamt lögum sem hafa verið algengir gestir á efnisskrá söngkonunnar í gegnum tíðina.

Sérstakir gestir verða þeir Stefán Hilmarsson og Friðrik Ómar

Hljómsveit Guðrúnar skipa þeir :
Gunnar Gunnarsson – Píanó
Ásgeir Ásgeirsson – gítar
Hannes Friðbjarnarson – trommur
Þorgrímur Jónsson – Bassi
Sigurður Flosason – Saxófónar og slagverk

Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og er miðaverð 3.900kr.

Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,