Afmælistónleikar Guðrúnar Gunnarsdóttur í Salnum.

Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fagnaði 50 ára afmæli á árinu og í tilefni af því kemur út plata með hennar bestu lögum. Platan heitir einfaldlega Bezt og er hluti af hljómplöturöð á vegum Dimmu útgáfu.

Í tilefni af bæði afmælinu og útkomu plötunnar ætlar Guðrún, ásamt hljómsveit að halda tónleika í Salnum, Kópavogi miðvikudagskvöldið 6.nóvember.

Á efnisskránni verða ýmis lög af ferlinum, sem spannar um 30 ár. Má þar helst nefna lög af sólóplötunum Eins og vindurinn(2004) og Umvafin englum(2008), lög af plötunni sem var til heiðurs Cornelis Vreeswijk(2009) og metsöluplötunni Óður til Ellyjar(2003) sem var tekin upp í Salnum og Guðrún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2003, ásamt lögum sem hafa verið algengir gestir á efnisskrá söngkonunnar í gegnum tíðina.

Sérstakir gestir verða þeir Stefán Hilmarsson og Friðrik Ómar

Hljómsveit Guðrúnar skipa þeir :
Gunnar Gunnarsson – Píanó
Ásgeir Ásgeirsson – gítar
Hannes Friðbjarnarson – trommur
Þorgrímur Jónsson – Bassi
Sigurður Flosason – Saxófónar og slagverk

Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og er miðaverð 3.900kr.

Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar