Gunnar I. Birgisson styður minnihlutann í bæjarstjórn í húsnæðismálum

Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri.
Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri.

Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagðist í kvöld á sveif með minnihlutanum; Samfylkingu, VG og Næst-besta flokknum og studdi tillögu þeirra í bæjarstjórn um neyðaraðgerðir í húsnæðismálum. 6 bæjarfulltrúar, að Gunnari meðtöldum, greiddu atkvæði með tillögunni en 5 bæjarfulltrúar meirihlutans greiddu gegn tillögunni.

Tillagan, sem gekk í gegn með þessum hætti, gengur út á að bærinn kaupi nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum.  Jafnframt var samþykkt að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Þar verði hagkvæmar íbúðir til leigu, bæði á hinum almenna markaði og hinum félagslega. Gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar á árinu 2015.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Gunnar styður mál minnihlutans gegn meirihlutanum í bæjarstjórn. Í síðustu fjárhagsáætlun bæjarins greiddi hann atkvæði með minnihlutanum um að bærinn myndi leigja húsnæði skógræktarinnar.

Gunnar hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í byrjun febrúar.

„Að ákveða að eyða ríflega 3 milljörðum króna á einum fundi er brjálæði,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, í samtali við mbl.is „Kópavogur uppfyllir ekki viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaganna. Það þýðir að við þurfum að leita heimilda nefndarinnar eigi tillagan að geta gengið eftir,“ segir Ármann sem bætir því við að tillagan hafi ekki verið send út fyrirfram, heldur var henni dreift á fundinum. Hann segist hafa farið fram á frestun á málinu og lagt til að leitað yrði umsagna fagnefnda og embættismanna, en ekki hefði verið orðið við því. „Það hefur verið hefð fyrir því hingað til á bæjarstjórnarfundum að ef einhver óskaði eftir frestun á málum, þá hefur verið orðið við því,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í samtali við mbl.is og bætir því við að greinilegur kosningaskjálfti sé kominn í fólk sem byrjað er að skrifa undir kosningavíxla.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar