Gunnar Ingi Birgisson gefur ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Frestur til að skila inn framboði vegna prófkjörs Sjálfstæðismanna í Kópavogi rann út klukkan 18 í dag. Gunnar Ingi Birgisson, sem hefur verið í forystu fyrir Sjálfstæðismenn í bænum frá árinu 1990, gefur ekki kost á sér í prófkjörinu. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Prófkjörið verður haldið 8. febrúar.

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.

Þeir sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi eru:

 1. Aðalsteinn Jónsson
 2. Andri Steinn Hilmarsson
 3. Anný Berglind Thorstensen
 4. Ármann Kr. Ólafsson
 5. Ása Inga Þorsteinsdóttir
 6. Áslaug Telma Einarsdóttir
 7. Guðmundur Gísli Geirdal
 8. Gunnlaugur Snær Ólafsson
 9. Hjördís Ýr Johnson
 10. Jóhann Ísberg
 11. Jón Finnbogason
 12. Karen Elísabet Halldórsdóttir
 13. Kjartan Sigurgeirsson
 14. Lárus Axel Sigurjónsson
 15. Margrét Björnsdóttir
 16. Margrét Friðriksdóttir,
 17. Sigurður Sigurbjörnsson
 18. Þóra Margrét Þórarinsdóttir.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn