Frestur til að skila inn framboði vegna prófkjörs Sjálfstæðismanna í Kópavogi rann út klukkan 18 í dag. Gunnar Ingi Birgisson, sem hefur verið í forystu fyrir Sjálfstæðismenn í bænum frá árinu 1990, gefur ekki kost á sér í prófkjörinu. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Prófkjörið verður haldið 8. febrúar.
Þeir sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi eru:
- Aðalsteinn Jónsson
- Andri Steinn Hilmarsson
- Anný Berglind Thorstensen
- Ármann Kr. Ólafsson
- Ása Inga Þorsteinsdóttir
- Áslaug Telma Einarsdóttir
- Guðmundur Gísli Geirdal
- Gunnlaugur Snær Ólafsson
- Hjördís Ýr Johnson
- Jóhann Ísberg
- Jón Finnbogason
- Karen Elísabet Halldórsdóttir
- Kjartan Sigurgeirsson
- Lárus Axel Sigurjónsson
- Margrét Björnsdóttir
- Margrét Friðriksdóttir,
- Sigurður Sigurbjörnsson
- Þóra Margrét Þórarinsdóttir.