• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Gunnlaugur Snær sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Gunnlaugur Snær sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
ritstjorn
06/01/2014
Gunnlaugur Snær Ólafsson býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Gunnlaugur Snær Ólafsson býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Framboðstilkynning

Ég hef um árabil tekið þátt í pólitísku starfi enda hef ég haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og því að bæta lífskjör samborgara minna. Ég er sannfærður um að það sé hægt að gera Kópavog að framúrskarandi sveitarfélagi sem verður fyrirmynd annarra á flestum, ef ekki öllum sviðum. Ég gef kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi til þess að leggja mitt af mörkum í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og til að tryggja að skattfé almennings sé nýtt á sem bestan máta.

Stærsta velferðarmálið í Kópavogi er skuldastaða bæjarins, en á fjórða milljarð af skattfé okkar á ári hverju fer beint í vasa fjármálastofnana í stað þjónustu við bæjarbúa eða lækkun skatta og gjalda. Það er forgangsatriði fyrir alla Kópavogsbúa að unnið verði markvisst að því að bæta skuldastöðu bæjarins. Einnig er mikilvægt að tryggja að hver króna sem við leggjum í okkar sameiginlegu sjóði sé nýtt á sem bestan máta, að við fáum sem mestu og bestu þjónustu út úr framlögum bæjarsjóðs. Við verðum að setja okkur langtímamarkmið sem eru mælanleg, þar sem allir bæjarbúar geta fylgst með árangri bæjaryfirvalda.

Ég trúi því að grunnurinn að heilbrigðu og vaxandi samfélagi verði byggður á grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um víðsýna og þjóðlega umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi.

Ég býð því krafta mína fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Gunnlaugur Snær Ólafsson

Um Gunnlaug:

Gunnlaugur er 29 ára gamall. Hann stundar stjórnmálafræðinám við Háskóla Íslands. Gunnlaugur hefur starfað sem Framkvæmdastjóri Heimssýnar – hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum og hefur einnig starfað í stjórnmáladeild Bandaríska sendiráðsins á Íslandi, hjá öryggisdeild Bandaríska sendiráðsins í Bagdad og sem pólítískur ráðgjafi hjá borgarstjórnarflokk Höyre í Ósló.

Í félagsstarfi hefur Gunnlaugur tekið að sér mörg verkefni þar má nefna ýmis nefndar og trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ásamt því að gegna varaformennsku í Ísafold – félagi ungs fólks gegn ESB-aðild. Þá hefur hann gegnt formennsku í Félagi íhaldsmanna frá stofnun þess.

Efnisorð
Aðsent
06/01/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.