Gunnlaugur Snær sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Gunnlaugur Snær Ólafsson býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Gunnlaugur Snær Ólafsson býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Framboðstilkynning

Ég hef um árabil tekið þátt í pólitísku starfi enda hef ég haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og því að bæta lífskjör samborgara minna. Ég er sannfærður um að það sé hægt að gera Kópavog að framúrskarandi sveitarfélagi sem verður fyrirmynd annarra á flestum, ef ekki öllum sviðum. Ég gef kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi til þess að leggja mitt af mörkum í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og til að tryggja að skattfé almennings sé nýtt á sem bestan máta.

Stærsta velferðarmálið í Kópavogi er skuldastaða bæjarins, en á fjórða milljarð af skattfé okkar á ári hverju fer beint í vasa fjármálastofnana í stað þjónustu við bæjarbúa eða lækkun skatta og gjalda. Það er forgangsatriði fyrir alla Kópavogsbúa að unnið verði markvisst að því að bæta skuldastöðu bæjarins. Einnig er mikilvægt að tryggja að hver króna sem við leggjum í okkar sameiginlegu sjóði sé nýtt á sem bestan máta, að við fáum sem mestu og bestu þjónustu út úr framlögum bæjarsjóðs. Við verðum að setja okkur langtímamarkmið sem eru mælanleg, þar sem allir bæjarbúar geta fylgst með árangri bæjaryfirvalda.

Ég trúi því að grunnurinn að heilbrigðu og vaxandi samfélagi verði byggður á grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um víðsýna og þjóðlega umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi.

Ég býð því krafta mína fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Gunnlaugur Snær Ólafsson

Um Gunnlaug:

Gunnlaugur er 29 ára gamall. Hann stundar stjórnmálafræðinám við Háskóla Íslands. Gunnlaugur hefur starfað sem Framkvæmdastjóri Heimssýnar – hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum og hefur einnig starfað í stjórnmáladeild Bandaríska sendiráðsins á Íslandi, hjá öryggisdeild Bandaríska sendiráðsins í Bagdad og sem pólítískur ráðgjafi hjá borgarstjórnarflokk Höyre í Ósló.

Í félagsstarfi hefur Gunnlaugur tekið að sér mörg verkefni þar má nefna ýmis nefndar og trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ásamt því að gegna varaformennsku í Ísafold – félagi ungs fólks gegn ESB-aðild. Þá hefur hann gegnt formennsku í Félagi íhaldsmanna frá stofnun þess.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,