Gym heilsa áfram með rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs

gymheilsa_logoBæjarráð Kópavogs samþykkti einróma tillögu í dag að framlengja samning Kópavogsbæjar við Gym heilsu ehf um rekstur líkamsræktar í sundlaugum Kópavogs. Reksturinn var boðinn út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlitsins um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi. World Class bauð í reksturinn ásamt Gym heilsu og hermdu fyrstu fregnir að tilboð World Class til bæjarins hefði verið hagstæðara. Undirskriftalistar fóru fram í sundlaugum bæjarins gegn því að reksturinn yrði færður til World Class. Tilboðum Gym heilsu og World Class var hafnað vegna formgalla í vor og kærði World Class þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar útboðsmála. Þeirri kæru var vísað frá í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kópavogsblaðsins, og það mun hafa rutt brautina fyrir einróma atkvæðum bæjarfulltrúanna í bæjarráði að ganga til samninga við Gym heilsu.

Samningurinn gildir yfir tímabilið frá 1. mars, 2014, til 1. júní, 2016.

Kjartan Már Hallkelsson hjá Gym heilsu fagnar þessari niðurstöðu og segir að árskort verði áfram í boði á 35.990 krónur.

Bæjarbúar eru búnir að berjast í þessu með okkur og við munum halda áfram að þjóna bæjarbúum eins og við höfum gert undanfarin 17 ár.“

Ekki náðist í Björn Leifsson hjá World Class við vinnslu þessarar fréttar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar