Gym heilsa áfram með rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs

gymheilsa_logoBæjarráð Kópavogs samþykkti einróma tillögu í dag að framlengja samning Kópavogsbæjar við Gym heilsu ehf um rekstur líkamsræktar í sundlaugum Kópavogs. Reksturinn var boðinn út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlitsins um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi. World Class bauð í reksturinn ásamt Gym heilsu og hermdu fyrstu fregnir að tilboð World Class til bæjarins hefði verið hagstæðara. Undirskriftalistar fóru fram í sundlaugum bæjarins gegn því að reksturinn yrði færður til World Class. Tilboðum Gym heilsu og World Class var hafnað vegna formgalla í vor og kærði World Class þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar útboðsmála. Þeirri kæru var vísað frá í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kópavogsblaðsins, og það mun hafa rutt brautina fyrir einróma atkvæðum bæjarfulltrúanna í bæjarráði að ganga til samninga við Gym heilsu.

Samningurinn gildir yfir tímabilið frá 1. mars, 2014, til 1. júní, 2016.

Kjartan Már Hallkelsson hjá Gym heilsu fagnar þessari niðurstöðu og segir að árskort verði áfram í boði á 35.990 krónur.

Bæjarbúar eru búnir að berjast í þessu með okkur og við munum halda áfram að þjóna bæjarbúum eins og við höfum gert undanfarin 17 ár.“

Ekki náðist í Björn Leifsson hjá World Class við vinnslu þessarar fréttar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn