Gym heilsa áfram með rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs

gymheilsa_logoBæjarráð Kópavogs samþykkti einróma tillögu í dag að framlengja samning Kópavogsbæjar við Gym heilsu ehf um rekstur líkamsræktar í sundlaugum Kópavogs. Reksturinn var boðinn út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlitsins um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi. World Class bauð í reksturinn ásamt Gym heilsu og hermdu fyrstu fregnir að tilboð World Class til bæjarins hefði verið hagstæðara. Undirskriftalistar fóru fram í sundlaugum bæjarins gegn því að reksturinn yrði færður til World Class. Tilboðum Gym heilsu og World Class var hafnað vegna formgalla í vor og kærði World Class þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar útboðsmála. Þeirri kæru var vísað frá í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kópavogsblaðsins, og það mun hafa rutt brautina fyrir einróma atkvæðum bæjarfulltrúanna í bæjarráði að ganga til samninga við Gym heilsu.

Samningurinn gildir yfir tímabilið frá 1. mars, 2014, til 1. júní, 2016.

Kjartan Már Hallkelsson hjá Gym heilsu fagnar þessari niðurstöðu og segir að árskort verði áfram í boði á 35.990 krónur.

Bæjarbúar eru búnir að berjast í þessu með okkur og við munum halda áfram að þjóna bæjarbúum eins og við höfum gert undanfarin 17 ár.“

Ekki náðist í Björn Leifsson hjá World Class við vinnslu þessarar fréttar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Skólahljómsveit Kópavogs
Snyrtistofa Jónu
10409229_896213317074712_3762928544693747587_n
Ármann
Tedda
Gísli Baldvinsson
Pétur – Aníta DSC_1070
Ljosmyndir_ur_kopavogi_afh_73_2005_A_9_mynd_A_9_1_21_copy
Heimir Jónasson