Þann fyrsta júní næstkomandi mun GYM heilsa hætta rekstri í Salalaug og Sundlaug Kópavogs. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu fyrirtækisins.
„Niðurstaða í dómsmáli GYM heilsu gegn Kópavogsbæ er GYM heilsu í óhag. GYM heilsa neyðist því til að hætta rekstri og tæma húsnæðin fyrir 1.júní 2016. Röskun mun verða á starfssemi GYM heilsu í kjölfarið (hóptímar munu hætta um miðjan maímánuð). Þeir korthafar sem hafa gild kort framyfir 1. júní 2016 athugið að það mun verða auglýst fljótlega hvað verður í boði til að uppfylla þau kort. Eingöngu er hægt að kaupa styttri kort frá og með 3. maí (sjá verðskrá) sem gilda út maí 2016.Við þökkum öllum meðlimum GYM heilsu í Kópavogi fyrir frábærar móttökur allt frá opnun (1997 í Sundlaug Kópavogs og 2005 í Salalaug) og stuðninginn í gegnum árin. Það hefur verið forréttindi að fá að þjóna ykkur.“ Sjá nánar á heimasíðu GYM heilsu.
