GYM heilsa hættir rekstri í Salalaug og Sundlaug Kópavogs

gymheilsa.is-11-660x240Þann fyrsta júní næstkomandi mun GYM heilsa hætta rekstri í Salalaug og Sundlaug Kópavogs. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu fyrirtækisins.
„Niðurstaða í dómsmáli GYM heilsu gegn Kópavogsbæ er GYM heilsu í óhag. GYM heilsa neyðist því til að hætta rekstri og tæma húsnæðin fyrir 1.júní 2016. Röskun mun verða á starfssemi GYM heilsu í kjölfarið  (hóptímar munu hætta um miðjan maímánuð). Þeir korthafar sem hafa gild kort framyfir 1. júní 2016 athugið að það mun verða auglýst fljótlega hvað verður í boði til að  uppfylla þau kort. Eingöngu er hægt að kaupa styttri kort frá og með 3. maí (sjá verðskrá) sem gilda út maí 2016.Við þökkum öllum meðlimum GYM heilsu í Kópavogi fyrir frábærar móttökur allt frá opnun (1997 í Sundlaug Kópavogs og 2005 í Salalaug) og stuðninginn í gegnum árin. Það hefur verið forréttindi að fá að þjóna ykkur.“ Sjá nánar á heimasíðu GYM heilsu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar