Hæ hó jibbí jei!

_MG_3556
Það er alltaf gaman á Rútstúni á 17. júní. Mynd: Hreinn Magnússon.

Þjóðhátíðardegi Íslendingar, 17. júní, verður að venju fagnað með fjölbreyttri dagskrá í Kópavogi. Má þar nefna skrúðgöngu, skemmtiatriði á Rútstúni,  andlitsmálun, hoppukastala og handverksmarkað.  Í Gjábakka verður boðið upp á hátíðarkaffi og ljúfa tóna og við Gerðarsafn verða Skapandi sumarstörf með ýmsar uppákomur. Dagurinn endar svo með útitónleikum til kl. 22:00.

Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Kópavogi hefst með hinu árlega 17. júní hlaupi fyrir börn í 1. -6. bekk við Kópavogsvöll og hefst það kl. 10:00. Sannkölluð fjölskyldustemning þar sem allir fá verðlaunapening.

Skrúðgangan leggur af stað frá Menntaskólanum í Kópavogi klukkan 13.30 og lýkur henni á Rútstúni en þar tekur við hátíðar- og skemmtidagskrá sem Jóhannes Haukur Jóhannesson stýrir.

Mynd:  Hreinn Magnússon.
Mynd: Hreinn Magnússon.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs flytur ávarp, fjallkonan fer með ljóð og nýstúdent flytur hugleiðingar unga fólksins á þjóðhátíðardegi. Skólahljómsveit Kópavogs leikur ættjarðarlög undir fánaborg frá Skátafélaginu Kópum. Lína Langsokkur mætir á svæðið, Pollapönk tekur lagið og Gói og Gloría úr Stundini Okkar skemmta. SamSam systur, KK, Jón Jónsson og sigurvegari úr söngkeppni félagsmiðstöðvanna koma fram áður en Vignir, Hreimur og Benni enda dagskemmtunina.

Auk dagskrár á stóra sviðinu er ýmislegt annað til skemmtunar. Á Rútstúni verður stór handverksmarkaður og hoppukastalar, Götuleikhús Kópavogs skemmtir í skrúðgöngunni, Hjálparsveit Skáta í Kópavogi verður með búnaðarsýningu við enda Vallargerðisvallar, boðið verður upp á andlitsmálun og íþróttafélögin sjá um veitingasölu á svæðinu. Í ár verður líka dagskrá á túninu við Gerðarsafn þar sem  Skapandi sumarstörf verða með ýmsar uppákomur, Hestamannafélagið Sprettur teymir undir og þar verður einnig andlitsmálun og leiksvæði fyrir börnin.

Hátíðarkaffi hefst kl. 14.00 í félagsmiðstöðinni Gjábakka. Þar mun tónlistarmaðurinn KK koma fram auk atriða frá Skapandi sumarhópum Molans og kór frá vinabæ Kópavogs, Nörrköping í Svíþjóð.

Um kvöldið verða útitónleikar á Rútstúni. Þeir hefjast kl. 19.30 og standa til kl. 22:00.  Fram koma Vára, Emmsjé Gauti og Hr. Hnetusmör, 12:00, Kaleo og Jón Jónsson og Friðrik Dór.

Hreinn Magnússon, ljósmyndari, tók þessar myndir af hátíðinni í blíðunni í fyrra:

_MG3545 _MG3495 _MG3434 _MG3382 _MG3301 _MG3290 _MG_3311

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér