Hæ hó jibbí jei!

Mynd: Hreinn Magnússon
_MG_3556
Það er alltaf gaman á Rútstúni á 17. júní. Mynd: Hreinn Magnússon.

Þjóðhátíðardegi Íslendingar, 17. júní, verður að venju fagnað með fjölbreyttri dagskrá í Kópavogi. Má þar nefna skrúðgöngu, skemmtiatriði á Rútstúni,  andlitsmálun, hoppukastala og handverksmarkað.  Í Gjábakka verður boðið upp á hátíðarkaffi og ljúfa tóna og við Gerðarsafn verða Skapandi sumarstörf með ýmsar uppákomur. Dagurinn endar svo með útitónleikum til kl. 22:00.

Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Kópavogi hefst með hinu árlega 17. júní hlaupi fyrir börn í 1. -6. bekk við Kópavogsvöll og hefst það kl. 10:00. Sannkölluð fjölskyldustemning þar sem allir fá verðlaunapening.

Skrúðgangan leggur af stað frá Menntaskólanum í Kópavogi klukkan 13.30 og lýkur henni á Rútstúni en þar tekur við hátíðar- og skemmtidagskrá sem Jóhannes Haukur Jóhannesson stýrir.

Mynd:  Hreinn Magnússon.
Mynd: Hreinn Magnússon.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs flytur ávarp, fjallkonan fer með ljóð og nýstúdent flytur hugleiðingar unga fólksins á þjóðhátíðardegi. Skólahljómsveit Kópavogs leikur ættjarðarlög undir fánaborg frá Skátafélaginu Kópum. Lína Langsokkur mætir á svæðið, Pollapönk tekur lagið og Gói og Gloría úr Stundini Okkar skemmta. SamSam systur, KK, Jón Jónsson og sigurvegari úr söngkeppni félagsmiðstöðvanna koma fram áður en Vignir, Hreimur og Benni enda dagskemmtunina.

Auk dagskrár á stóra sviðinu er ýmislegt annað til skemmtunar. Á Rútstúni verður stór handverksmarkaður og hoppukastalar, Götuleikhús Kópavogs skemmtir í skrúðgöngunni, Hjálparsveit Skáta í Kópavogi verður með búnaðarsýningu við enda Vallargerðisvallar, boðið verður upp á andlitsmálun og íþróttafélögin sjá um veitingasölu á svæðinu. Í ár verður líka dagskrá á túninu við Gerðarsafn þar sem  Skapandi sumarstörf verða með ýmsar uppákomur, Hestamannafélagið Sprettur teymir undir og þar verður einnig andlitsmálun og leiksvæði fyrir börnin.

Hátíðarkaffi hefst kl. 14.00 í félagsmiðstöðinni Gjábakka. Þar mun tónlistarmaðurinn KK koma fram auk atriða frá Skapandi sumarhópum Molans og kór frá vinabæ Kópavogs, Nörrköping í Svíþjóð.

Um kvöldið verða útitónleikar á Rútstúni. Þeir hefjast kl. 19.30 og standa til kl. 22:00.  Fram koma Vára, Emmsjé Gauti og Hr. Hnetusmör, 12:00, Kaleo og Jón Jónsson og Friðrik Dór.

Hreinn Magnússon, ljósmyndari, tók þessar myndir af hátíðinni í blíðunni í fyrra:

_MG3545 _MG3495 _MG3434 _MG3382 _MG3301 _MG3290 _MG_3311

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Leifur Breiðfjörð
Skak
HK
markmid_gs_01 (2)
284329322_10159773288846131_5012875700721920514_n
sidasti_2_1-1
birnir
red
Siglingafélag