Hægri flokkar vinna á í Kópavogi

Arnþór Sigurðsson.
Arnþór Sigurðsson.
Arnþór Sigurðsson.

Úrslit kosninganna í Kópavogi liggja nú fyrir eftir stutta og frekar daufa kosningabaráttu. Hún stóð yfir í rétt rúman hálfan mánuð. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur á og fjölgar um einn bæjarfulltrúa en Samfylkingin tapar fylgi og jafnframt einum bæjarfulltrúa. Það eru meðal annars mestu tíðindin í þessum kosningum. Framboð Hjálmars Hjálmarssonar, leikara, fékk ekki hljómgrunn í þetta skipti og Píratar eða Dögun ná ekki inn manni og lítið um það að segja. Framboð Vinstri grænna og félagshyggju stóð í stað, hvorki sigur né tap.

Tvö önnur framboð unnu líka sigur, Framsóknarflokkurinn og svo hið nýja framboð Björt framtíð. Ekki er gott að meta hvort að aukið fylgi Framsóknarflokksins sé tilkomið vegna rasisma eða hvort að Birkir Jón Jónsson eigi eitthvað í þessari fylgisaukningu.

Það einkennilega er að Björt framtíð fær tvo menn. Hér er sama fólk og sat á Y listanum sem ætlaði að hreinsa til fyrir fjórum árum en gerði þveröfugt á við það loforð. Þau skiptu bara um kennitölu, líkt og margir víkingar gera sem kenndir eru við útrás, og buðu fram undir nýjum bókstaf. Það trix er orðið viðurkennt og ekki hægt að skammast lengi yfir því. Það sem vekur mesta furðu er að þetta framboð hafði engin stefnumál. Nú þegar það er orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð ætla að mynda meirihluta þá hlýtur það að vera um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur hefur jú stefnu sem ætti að vera mögulegt að vinna út frá. Kjósendur höfðu enga hugmynd um það fyrir kosningar hvaða stefnu Björt framtíð var með en þeim verður það ljóst á næstu dögum þegar að málefnaskrá Sjálfstæðisflokksins verður lögð fram sem málefnaskrá hjá nýjum meirihluta. Það má þó ekki taka það af Bjartri framtíð að þau lofuðu því að tala við fólk og ætluðu að vinna samkvæmt þeim samtölum að ýmsum málum, þeim láðist bara að geta þess að fólkið sem þau ætluðu að tala við var fólkið í Sjálfstæðisflokknum.

Það er umhugsunarefni fyrir félagshyggjufólk hvernig skipting bæjarfulltrúa í Kópavogi er orðin, þrír flokkar, Sjálfstæðiflokkurinn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn eru efnishyggjuflokkar með samtals 8 bæjarfulltrúa. En tveir vinstra megin og við miðju, Samfylkingin og Vinstri grænir og félagshyggjufólk með samtals 3 bæjarfulltrúa.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar