Hentar vel í sóttkví
Kristín Gunnlaugsdóttir hefur opnað sýninginu eða innsetningu í Y- galleríi í Hamraborg. Innsetningin er gerð með það í huga að fólk geti notið hennar úr bílglugganum, án þess að fara út og inn í galleríið til að skoða betur, þótt það sé að sjálfsögðu hægt á opnunartíma gallerísins.

„Sýningin hentar vel fyrir fólk í sóttkví eða með covid, þá sem geta ekki sofið og fara í næturbíltúr í náttbuxunum, fólk með óróleg börn í baksætinu eða bara til að gera bíltúrinn eða ístúrinn skemmtilegri,“ segir Kristín.

Kristín er fædd 1963 á Akureyri, lærði við Myndlistaskólann á Akureyri fá unga aldri og útskrifaðist frá MHÍ 1987. Þá fór hún til Ítalíu og dvaldi bæði í Róm og Flórens þar sem hún útskrifðist úr Ríkisakademíunni 1995. Hún býr á Seltjarnarnesi og hefur starfað að myndlist eingöngu sl. 30 ár.
Verkin eru máluð á striga og tréspítur, með olíu og litadufti. „Sumir litanna lifna við undir blacklight ljósunum sem tengjast nafni sýningarinnar, SvartaLjós og lýsa eða glóa í myrkrinu. Margir muna eftir þessum ljósum frá diskótekum áttunda og níunda ártaugarins. Því er ákjósanlegt að taka sér bíltúr í skammdegismyrkrinu og keyra inn hjá olísbensínstöðinni í Hamraborg, þar sem nú er y-gallerí og njóta litagleðinnar,“ segir Kristín.

Sýningin er opin til 19.febrúar.
Önnur smærri sýning sem speglar sýninguna í y-gallerí, er í gluggagalleríi á Hverfisgötu 37. Þar má finna samskonar verk unnin með olíu og litadufti á striga og tré, lýst upp með blacklight ljósum. Öll verkin báðum sýningum eru ný nema eitt, hið eina sem er fíguratíf og frá árinu 1996.

Frekari upplýsingar og myndir af sýningunni má finna á vefsíðu Kristínar eða www.kristing.is