Hærri frístundastyrkur og lægri fasteignagjöld

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2018 var unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er mjög hagfellt og því tækifæri til að gera betur á ýmsum sviðum. Kjör eldri borgara og barnafólks hafa verið meðal helstu áherslumála Framsóknarflokksins og þær áherslur endurspeglast í þessari áætlun.

Afsláttur fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega sem búa í eigin íbúð og miðast afslátturinn við tekjur í framtali ársins 2017. Framlög til þessa hækka úr 70 m.kr. í um 110 m.kr. á milli ára eða um 50%. Þannig munu fleiri lífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum á næsta ári. Afslátturinn er tekjutengdur og miðast við að styðja við þá sem lægstu tekjurnar hafa.

 

 

 

Hærri frístundastyrkur

Frístundastyrkur fyrir börn 5-18 ára verður hækkaður í 50.000 kr. á næsta ári. Þannig fá börn í Kópavogi aukin tækifæri til að stunda íþróttir eða aðrar frístundir við hæfi t.d. tónlistarnám. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál fyrir samfélagið þar sem rannsóknir sýna að börn sem stunda reglubundna hreyfingu vegnar betur í námi og finna sig betur félagslega. Kópavogur hefur á undanförnum árum stuðlað að uppbyggingu glæsilegra íþróttamannvirkja sem við getum verið stolt af. Með hærri frístundastyrk stuðlum við að bættri lýðheilsu ungmenna og slíkar forvarnir skila sér margfalt til baka í framtíðinni.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn