Hærri frístundastyrkur og lægri fasteignagjöld

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2018 var unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er mjög hagfellt og því tækifæri til að gera betur á ýmsum sviðum. Kjör eldri borgara og barnafólks hafa verið meðal helstu áherslumála Framsóknarflokksins og þær áherslur endurspeglast í þessari áætlun.

Afsláttur fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega sem búa í eigin íbúð og miðast afslátturinn við tekjur í framtali ársins 2017. Framlög til þessa hækka úr 70 m.kr. í um 110 m.kr. á milli ára eða um 50%. Þannig munu fleiri lífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum á næsta ári. Afslátturinn er tekjutengdur og miðast við að styðja við þá sem lægstu tekjurnar hafa.

 

 

 

Hærri frístundastyrkur

Frístundastyrkur fyrir börn 5-18 ára verður hækkaður í 50.000 kr. á næsta ári. Þannig fá börn í Kópavogi aukin tækifæri til að stunda íþróttir eða aðrar frístundir við hæfi t.d. tónlistarnám. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál fyrir samfélagið þar sem rannsóknir sýna að börn sem stunda reglubundna hreyfingu vegnar betur í námi og finna sig betur félagslega. Kópavogur hefur á undanförnum árum stuðlað að uppbyggingu glæsilegra íþróttamannvirkja sem við getum verið stolt af. Með hærri frístundastyrk stuðlum við að bættri lýðheilsu ungmenna og slíkar forvarnir skila sér margfalt til baka í framtíðinni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar