Hætt við snörpum pólitískum hviðum

Siggi stormur spáir í pólitíska veðrið í bænum.
Siggi stormur spáir í pólitíska veðrið í bænum.

„Þegar ég horfi til næstu daga sýnist mér liggja fyrir að hann verði stífur af austri, jafnvel að það geti slegið í stormhviður nokkuð reglulega,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur eða Siggi stormur eins og hann er oftast nefndur. Kópavogsfréttir fengu Storminn til að lesa í hið pólitíska veður í bænum.

„Það lofar aldrei góðu þegar takast á stífir strengir úr vestri á móti hvössum austrænum vindi og því rétt að fara með gát þegar menn fara milli herbergja með viðkvæm trúnaðargögn sem geta hreinlega tekist á loft og fokið í flest skjól,“ segir Siggi. Hann bætir við að vestlægir háloftavindar sem oft eru kallaðir „gott að búa í Kópavogi“ í þessum fræðum, séu nokkuð sterkir um þessar mundir sem hæglega geti myndað öfluga hvirfla eða stróka og því sú staða uppi að menn viti hreinlega ekki úr hvaða átt vindurinn blæs.

„Ekki er að sjá að lægi að neinu gagni, hvorki á neðri né hærri loftlögum fyrr en um miðja næstu viku eftir svokölluð Ármannsský (Cumulos Nimbus) hafa undið úr sér gríðarmikilli úrkomu. Fyrst éljum en síðan rigningu með björtu á milli. Eftir það verður hann hægur svo langt sem reiknaðar spár sjá, en það er með pólitískar veðurspár eins og aðrar spár að áreiðanleikinn minnkar eftir því sem lengra þær ná,“ segir Siggi stormur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar