Hætt við snörpum pólitískum hviðum

Siggi stormur spáir í pólitíska veðrið í bænum.
Siggi stormur spáir í pólitíska veðrið í bænum.

„Þegar ég horfi til næstu daga sýnist mér liggja fyrir að hann verði stífur af austri, jafnvel að það geti slegið í stormhviður nokkuð reglulega,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur eða Siggi stormur eins og hann er oftast nefndur. Kópavogsfréttir fengu Storminn til að lesa í hið pólitíska veður í bænum.

„Það lofar aldrei góðu þegar takast á stífir strengir úr vestri á móti hvössum austrænum vindi og því rétt að fara með gát þegar menn fara milli herbergja með viðkvæm trúnaðargögn sem geta hreinlega tekist á loft og fokið í flest skjól,“ segir Siggi. Hann bætir við að vestlægir háloftavindar sem oft eru kallaðir „gott að búa í Kópavogi“ í þessum fræðum, séu nokkuð sterkir um þessar mundir sem hæglega geti myndað öfluga hvirfla eða stróka og því sú staða uppi að menn viti hreinlega ekki úr hvaða átt vindurinn blæs.

„Ekki er að sjá að lægi að neinu gagni, hvorki á neðri né hærri loftlögum fyrr en um miðja næstu viku eftir svokölluð Ármannsský (Cumulos Nimbus) hafa undið úr sér gríðarmikilli úrkomu. Fyrst éljum en síðan rigningu með björtu á milli. Eftir það verður hann hægur svo langt sem reiknaðar spár sjá, en það er með pólitískar veðurspár eins og aðrar spár að áreiðanleikinn minnkar eftir því sem lengra þær ná,“ segir Siggi stormur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér