„Einn besti drengur sem ég hef þjálfað hætti þrettán ára.“

af0df08Ímyndaðu þér að þú sért að spila á knattspyrnuvelli sem er rúmlega 160 m á lengd og 110 m á breidd. Leiktíminn er 150 mínútur og það eru fjórtán í hvoru liði. Sumir þeirra eru 2.10m á hæð.

Velkominn í fjórða flokk.

Í fjórða flokki leika leikmenn sem eru fæddir í janúar 2000 og desember 2001. Þeir stærstu og sterkustu eru orðnir fullvaxnir einstaklingar, þeir minnstu eru börn að vexti. Þroskamunurinn er gífurlegur. Sumir eru nýkomnir af N1 mótinu, aðrir eru nýkomnir með skeggrót. Samkvæmt núverandi keppnisfyrirkomulagi KSÍ er öllum steypt í sama mót, 11 í liði á heilan völl í 70 mínútur. Á þessum tíma er líklegt að íþróttin missi af hæfileikafólki sem gefst upp eða dregst afturúr þar sem verkefnin eru ekki við hæfi. Það er ekkert grín að glíma við Arnold Schwarzenegger í hverjum leik.

Fjórði flokkur er enn erfiðari fyrir B og C liðs leikmenn og leikmenn lítilla liða en skyldi vegna tveggja þátta. Annars vegar að raðað er í styrkleika eftir árangri árganganna  á undan og því getur öflugt lið sem kemur á eftir slakari árgangi lent í of léttum riðli. Að auki eru oft öflugir fimmta flokks leikmenn að spila með B og C liðum og þeir yfirtaka leikinn á kostnað þeirra sem þurfa að hafa boltann oftar, læra og þroskast.

Eftirfarandi er hægt að gera til að breyta þessu fyrirkomulagi;

–       Spila í árgöngum í stað flokka. Þannig myndi aðeins vera eins árs bil frekar en tveggja í þroska. Minni lið sem ná ekki í heilt lið í árgangi gætu enn notað yngri leikmenn, en stærri lið þyrftu það ekki.

–       Spila sig inn í styrkleika yfir árið samkvæmt mótafyrirkomulagi Shellmóts og Símamóts.

–       Bjóða upp á 11v11 og 9v9 keppnir í 4. flokki. Þjálfarar myndu svo ráða hvar þeir myndu skrá lið sín. 9v9 yrði spilað teig í teig. Hægt væri að stilla upp í fjögurra manna varnarlínu með bakverði sem taka framhjáhlaup, þriggja manna miðju og target-senter. Þetta myndi minnka hlaup og auðvelda kennslu í grunnþáttum knattspyrnunnar.

Fjórði flokkur er mjög mikilvægur vegna kennslunnar sem þar á að fara fram. Og leikir í yngri flokkum eru einfaldlega æfingar þar sem leikmenn eru að öðlast hæfni og læra. Kennslan fer þó oft út í veður og vind vegna of mikilla langhlaupa og ójafnrar líkamlegrar baráttu. Reyndir þjálfarar geta örugglega nefnt þó nokkur dæmi um leikmenn sem höfðu töluverða hæfni en urðu undir vegna þess að þeir voru seinni að taka út líkamlegan þroska. Einn allra besti drengur sem ég hef þjálfað hætti þrettán ára af þessum sökum. Það væri gaman að sjá hann í dag ef hann hefði haldið áfram. Það hlýtur að vera hægt að gera betur.

Daði Rafnsson.
dadirafnsson.com

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór