Hafsteinn með bleika mottu

 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.

Nú stendur söfnunarátakið Mottumars sem hæst. Allir alvöru karlmenn skarta fallegum mottum til að minna á átakið sem snýst um að vekja karla til vitundar um krabbamein og safna fé til rannsóknar á krabbameini í körlum. Skólastjórinn í Salaskóla, Hafsteinn Karlsson, hefur gengið lengra en margir aðrir karlar í að vekja athygli á söfnuninni. Hann setti sér í upphafi það markmið að safna 30 þús. krónum og hét því að ef að upphæðin yrði hærri þá myndi hann lita mottuna fallega bleika. Það var svo um helgina að þrítugasti þúsundkallinn datt inn og Hafsteinn varð að standa við stóru orðin Hann kom við hjá rakaranum í Kompaníinu og Sirrý Huld smellti lit á mottuna. Hafsteinn mætti svo í vinnuna með fagurbleika mottuna sem vakti mikla athygli bæði nemenda og starfsmanna.

Söfnunarátakið stendur til 21. mars. Þeir sem vilja styrkja átakið geta farið inn á mottumars.is og þar er hægt að heita á Hafstein eða aðra þátttakendur í söfnuninni. Hver þúsundkall skiptir máli.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn