Hafsteinn með bleika mottu

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.

 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.

Nú stendur söfnunarátakið Mottumars sem hæst. Allir alvöru karlmenn skarta fallegum mottum til að minna á átakið sem snýst um að vekja karla til vitundar um krabbamein og safna fé til rannsóknar á krabbameini í körlum. Skólastjórinn í Salaskóla, Hafsteinn Karlsson, hefur gengið lengra en margir aðrir karlar í að vekja athygli á söfnuninni. Hann setti sér í upphafi það markmið að safna 30 þús. krónum og hét því að ef að upphæðin yrði hærri þá myndi hann lita mottuna fallega bleika. Það var svo um helgina að þrítugasti þúsundkallinn datt inn og Hafsteinn varð að standa við stóru orðin Hann kom við hjá rakaranum í Kompaníinu og Sirrý Huld smellti lit á mottuna. Hafsteinn mætti svo í vinnuna með fagurbleika mottuna sem vakti mikla athygli bæði nemenda og starfsmanna.

Söfnunarátakið stendur til 21. mars. Þeir sem vilja styrkja átakið geta farið inn á mottumars.is og þar er hægt að heita á Hafstein eða aðra þátttakendur í söfnuninni. Hver þúsundkall skiptir máli.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að