Hafsteinn með bleika mottu

 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.

Nú stendur söfnunarátakið Mottumars sem hæst. Allir alvöru karlmenn skarta fallegum mottum til að minna á átakið sem snýst um að vekja karla til vitundar um krabbamein og safna fé til rannsóknar á krabbameini í körlum. Skólastjórinn í Salaskóla, Hafsteinn Karlsson, hefur gengið lengra en margir aðrir karlar í að vekja athygli á söfnuninni. Hann setti sér í upphafi það markmið að safna 30 þús. krónum og hét því að ef að upphæðin yrði hærri þá myndi hann lita mottuna fallega bleika. Það var svo um helgina að þrítugasti þúsundkallinn datt inn og Hafsteinn varð að standa við stóru orðin Hann kom við hjá rakaranum í Kompaníinu og Sirrý Huld smellti lit á mottuna. Hafsteinn mætti svo í vinnuna með fagurbleika mottuna sem vakti mikla athygli bæði nemenda og starfsmanna.

Söfnunarátakið stendur til 21. mars. Þeir sem vilja styrkja átakið geta farið inn á mottumars.is og þar er hægt að heita á Hafstein eða aðra þátttakendur í söfnuninni. Hver þúsundkall skiptir máli.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Picture-1-2
storumalin
Sigurbjorg-1
Sigurjón Jónsson
AnnaKlara_1
Pétur – Aníta DSC_1070
olifani
Gísli Baldvinsson
hakontryggvi