Hafsteinn með bleika mottu

 

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tók áskoruninni og skartar nú bleikri mottu.

Nú stendur söfnunarátakið Mottumars sem hæst. Allir alvöru karlmenn skarta fallegum mottum til að minna á átakið sem snýst um að vekja karla til vitundar um krabbamein og safna fé til rannsóknar á krabbameini í körlum. Skólastjórinn í Salaskóla, Hafsteinn Karlsson, hefur gengið lengra en margir aðrir karlar í að vekja athygli á söfnuninni. Hann setti sér í upphafi það markmið að safna 30 þús. krónum og hét því að ef að upphæðin yrði hærri þá myndi hann lita mottuna fallega bleika. Það var svo um helgina að þrítugasti þúsundkallinn datt inn og Hafsteinn varð að standa við stóru orðin Hann kom við hjá rakaranum í Kompaníinu og Sirrý Huld smellti lit á mottuna. Hafsteinn mætti svo í vinnuna með fagurbleika mottuna sem vakti mikla athygli bæði nemenda og starfsmanna.

Söfnunarátakið stendur til 21. mars. Þeir sem vilja styrkja átakið geta farið inn á mottumars.is og þar er hægt að heita á Hafstein eða aðra þátttakendur í söfnuninni. Hver þúsundkall skiptir máli.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér