Hagsmunasamtök Smiðjuhverfisins verða stofnuð í dag klukkan 17.30 í Galasalnum, Smiðjuvegi 1. Tilgangurinn með stofnun félagsins er meðal annars að gæta hagsmuna rekstraraðila og/eða húseigenda í Smiðjuhverfi og stuðla að aukinni kynningu og markaðssetningu á atvinnusvæðinu.
Mörgum finnst húsamerkingar ruglingslegar í Smiðjuhverfinu, eins og við höfum áður greint frá. Þá mætti stórefla hreinsunarstarf í hverfinu því ryðgaðir gámar, sem staðið hafa óhreyfðir í 20 ár, bílhræ og rusl er það sem blasir við í Smiðjuhverfinu.
Tengdar fréttir:
Velkomin – eða ekki – í Kópavog og í Smiðjuhverfið? (myndband)