Hákon býður sig fram til 1.-2. sætis í forvali Samfylkingarinnar

Hákon Gunnarsson.

Hákon Gunnarsson býður sig fram í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 14. maí 2022.  Hann gefur kost á sér í 1.-2. sæti.

„Ég hef alltaf haft mikla og sterka tilfinningu fyrir því að vera Kópavogsbúi,” segir Hákon í yfirlýsingu. „Ég er stoltur af því og hér á ég mínar rætur og mínir bestu vinir fyrir lífstíð eru héðan. Kópavogur sem samfélag er risastórt í íslensku samhengi. Í bænum búa 10% þjóðarinnar og Kópavogsbær er þriðji stærsti vinnustaður landsins með 2.100 starfsmenn. Þá er Kópavogur í miðju höfuðborgarsvæðisins og þróunin hér í bænum hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir höfuðborgarsvæðið allt.

Ég er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi. Foreldrar mínir voru meðal frumbyggjanna í bænum og tóku virkan þátt í mótun nærsamfélagsins hér. Ég ólst upp í stórum systkinahópi, gekk hér í skóla og tók virkan þátt í félagsstarfi og íþróttum. Ég hef verið virkur í knattspyrnudeild Breiðablik um áratugaskeið, en hún er sú stærsta á landinu, bæði sem leikmaður og sjálfboðaliði.

Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Kópavogsbær  þarf tryggja að viðhorf og hagsmunir íbúa sem fyrir eru á svæðinu komi fram og rödd íbúa fái alltaf að heyrast.

Ég lauk stúdentsprófi frá MH, kandidatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í stefnumótunarfræðum við Copenhagen Business School. Eftir framhaldsnám í Danmörku gegndi ég ýmsum stjórnunarstöðum í atvinnulífinu en frá 2019 hef ég verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Resource International, umhverfisverkfræðistofu sem hefur aðsetur Kópavogi. 

Ég er búsettur á æskuslóðum í miðbæ Kópavogs og formaður húsfélagsins í Fannborg 1-9 en þar eru 103 íbúðir.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem