Haraldur V. Sveinbjörnsson með útgáfutónleika

Tónlistarmaðurinn Haraldur V. Sveinbjörnsson fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu undir nafninu Red Barnett með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni þann 17.apríl kl.21.00. Á tónleikunum mun Haraldur leika lög af plötunni ásamt fjölda frábærra tónlistarmanna. Einnig er Haraldur fertugur þennan sama dag.

Haraldur, sem öllu jafna er kallaður Halli, er þúsundþjalasmiður í tónlist og hin síðari ár hefur hann verið í hringiðu margra af athyglisverðustu tónlistarviðburðum landsins, þótt hans hlutverk hafi á stundum verið talsvert falið. Hann útsetti tónlis Skálmaldar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, en þeir tónleikar hlutu í síðasta mánuð Íslensku tónlistarverðlaunin sem viðburður ársins. Hann hefur auk þess útsett tónlist Gunnars Þórðarssonar, Pink Floyd og Páls Óskars fyrir Sinfó svo fátt eitt sé nefnt.

Halli er lærður í klassískum tónsmíðum en er ekki einhamur í tónlist. Snemma vakti hann áhuga margra sem gítarleikari og helsti lagasmiður gruggsveitarinnar goðsagnakenndu Dead Sea Apple úr Kópavogi, sem freistaði gæfunnar í hinum stóra heimi. Hann er annar söngvara Manna ársins og tók nú nýverið við stöðu bassaleikara í hljómsveitinni Buff. Hann hefur síðustu misserin komið reglulega fram með Dúndurfréttum og Skálmöld sem hljómborðsleikari. Þá hefur Halli unnið með og útsett fyrir fjölda tónlistarmenn bæði íslenska og erlenda.

Halli er uppalinn í Kópavoginum og smitaðist af tónlistaráhuga í Skólakór Kársnes, sem hann hefur bæði útsett og samið fyrir.

Miðasala mun fara fram á tix.is og við inngang. Miðaverð er 2.500 kr.

Hljómsveitina skipa:
Finnur Beck – bassi,
Hannes Friðbjarnarson – trommur
Ásgeir Ásgeirsson – gítarar
Kjartan Guðnason – ásláttur
Daði Birgisson – hljómborð
Kristín Lárusdóttir fer fyrir strengjakvartett

Nánari upplýsingar um Red Barnett, má finna á Facebook

Einnig er hægt að panta plötuna í gegnum sömu síðu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór