Halla opnar kosningaskrifstofu í Kópavogi

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, opnar kosningaskrifstofu sína að Hæðarsmára 6 í Kópavogi í dag.
Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi.

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, opnar kosningaskrifstofu sína að Hæðarsmára 6 í Kópavogi í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14-17.

,,Í mínum huga snúast forsetakosningarnar nú um val milli fortíðar og framtíðar. Ég vel framtíðina og hef trú á að þjóðin sé sammála mér um að við eigum að fara að líta til framtíðar og skapa það samfélag sem við viljum. Það eru spennandi vikur framundan fram að kosningum,“ segir Halla.

Boðið verður upp á kaffi, pönnukökur og annað góðgæti. Þá verða blöðrur í boði fyrir börnin og söngkonan Greta Salóme, Eurovision fari, stígur á svið kl. 16.30.

Almennir opnunartímar kosningaskrifstofunnar verða kl. 11-19 alla virka daga fram að kosningum og kl. 13-16 um helgar, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér