
Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, opnar kosningaskrifstofu sína að Hæðarsmára 6 í Kópavogi í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14-17.
,,Í mínum huga snúast forsetakosningarnar nú um val milli fortíðar og framtíðar. Ég vel framtíðina og hef trú á að þjóðin sé sammála mér um að við eigum að fara að líta til framtíðar og skapa það samfélag sem við viljum. Það eru spennandi vikur framundan fram að kosningum,“ segir Halla.
Boðið verður upp á kaffi, pönnukökur og annað góðgæti. Þá verða blöðrur í boði fyrir börnin og söngkonan Greta Salóme, Eurovision fari, stígur á svið kl. 16.30.
Almennir opnunartímar kosningaskrifstofunnar verða kl. 11-19 alla virka daga fram að kosningum og kl. 13-16 um helgar, að því er fram kemur í tilkynningu.