Halla opnar kosningaskrifstofu í Kópavogi

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, opnar kosningaskrifstofu sína að Hæðarsmára 6 í Kópavogi í dag.
Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi.

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, opnar kosningaskrifstofu sína að Hæðarsmára 6 í Kópavogi í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14-17.

,,Í mínum huga snúast forsetakosningarnar nú um val milli fortíðar og framtíðar. Ég vel framtíðina og hef trú á að þjóðin sé sammála mér um að við eigum að fara að líta til framtíðar og skapa það samfélag sem við viljum. Það eru spennandi vikur framundan fram að kosningum,“ segir Halla.

Boðið verður upp á kaffi, pönnukökur og annað góðgæti. Þá verða blöðrur í boði fyrir börnin og söngkonan Greta Salóme, Eurovision fari, stígur á svið kl. 16.30.

Almennir opnunartímar kosningaskrifstofunnar verða kl. 11-19 alla virka daga fram að kosningum og kl. 13-16 um helgar, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn