Hamraborg 2.0

Leiðari. Auðun Georg Ólafsson
Auðun Georg Ólafsson, ritstjóri Kópavogsblaðsins.

Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá Hamraborgarsvæðið vaxa og dafna sem miðbæ Kópavogs. Hamraborg var, að þeirra mati, „korter í að vera kúl“ með byggingum sem minntu svolítið á austurhluta Berlínar rétt fyrir fall múrsins. Stemningin svolítið svipuð og í kvikmyndinni um Dýragarðsbörnin, Christiane F. Skuggaleg starfsemi og  sóðaskapur hefur fengið að þrífast allt of lengi í skjóli háhýsanna eða myrkurs í bílakjallaranum. Vonandi verða nýjustu áform bæjaryfirvalda til þess að mannlíf í Hamraborg megi blómstra. Auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu eru bæjarskrifstofurnar í glæsilegu húsnæði við Digranesveg, Menningarhúsin eru gríðarlega öflug með fjölbreyttri starfsemi, Bókasafnið, Tónlistarskólinn og Salurinn eru þarna, svo dæmi séu nefnd, ásamt öllum fyrirtækjunum sem bjóða margvíslegar vörur og þjónustu. Hamraborgin hefur allt til að vera einn mest spennandi staður til uppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu. Á endanum snýst þetta allt um fólkið sem þar starfar og býr og hlúir að nærumhverfi sínu.  

Mynd: Sirra Guðjónsdóttir

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar