Hamraborgarhátíð á laugardaginn.

Hamraborgarhátíðin verður haldin í fjórða sinn í Kópavogi laugardaginn 31. ágúst. Hamraborginni verður breytt í göngugötu þar sem Kópavogsbúar og aðrir gestir geta gert sér glaðan dag. Þar verður m.a. hægt að gera góð kaup á markaðnum „Beint úr skottinu“ og verslanir og önnur fyrirtæki verða með tilboð á vörum sínum og þjónustu.

Hátíðin hefst kl. 11:00 og stendur yfir til kl. 16:00.

Hamraborgin verður iðandi af mannlífi á laugardaginn.
Hamraborgin verður iðandi af mannlífi á laugardaginn.

Íþróttafélög í bænum kynna starfsemi sína, íþróttafélagið Glóð verður með pönnukökubaksturskeppni og menningarstofnanir bæjarins verða opnar upp á gátt.

Stefán Karl Stefánsson betur þekktur sem Glanni glæpur verður á svæðinu með kandísflos-vagninn sinn og Sirkus Íslands leikur listir sínar. Ungmenni úr Molanum, ungmennahúsi Kópavogs, verða með skemmtilegar uppákomur.

Allir hafa tækifæri að reyna sig í bandy og blaki hjá HK, misheppnaður töframaður heimsækir okkur og Björn Thoroddsen verður með örtónleika og kynnir jazz- og blúshátíð sína sem verður í Salnum í október .

Hátíðin er haldin í góðu samstarfi Kópavogsbæjar og verslana og fyrirtækja í Hamraborginni. Markmiðið er að lífga upp á miðbæ Kópavogs.

Þeim, sem hafa hug á að selja vörur sínar í sölutjöldum eða bara beint úr skottinu á bílnum sínum, er bent á að hafa samband í gegnum netfangið: hamraborgarhatid@kopavogur.is.

Hátðiðin var haldin í fyrsta sinn í ágúst 2010 og er talið að þúsundir bæjarbúa hafi komið og notið dagsins í miklu blíðviðri.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér