Hamraborgarhátíð á laugardaginn.

Hamraborgarhátíðin verður haldin í fjórða sinn í Kópavogi laugardaginn 31. ágúst. Hamraborginni verður breytt í göngugötu þar sem Kópavogsbúar og aðrir gestir geta gert sér glaðan dag. Þar verður m.a. hægt að gera góð kaup á markaðnum „Beint úr skottinu“ og verslanir og önnur fyrirtæki verða með tilboð á vörum sínum og þjónustu.

Hátíðin hefst kl. 11:00 og stendur yfir til kl. 16:00.

Hamraborgin verður iðandi af mannlífi á laugardaginn.
Hamraborgin verður iðandi af mannlífi á laugardaginn.

Íþróttafélög í bænum kynna starfsemi sína, íþróttafélagið Glóð verður með pönnukökubaksturskeppni og menningarstofnanir bæjarins verða opnar upp á gátt.

Stefán Karl Stefánsson betur þekktur sem Glanni glæpur verður á svæðinu með kandísflos-vagninn sinn og Sirkus Íslands leikur listir sínar. Ungmenni úr Molanum, ungmennahúsi Kópavogs, verða með skemmtilegar uppákomur.

Allir hafa tækifæri að reyna sig í bandy og blaki hjá HK, misheppnaður töframaður heimsækir okkur og Björn Thoroddsen verður með örtónleika og kynnir jazz- og blúshátíð sína sem verður í Salnum í október .

Hátíðin er haldin í góðu samstarfi Kópavogsbæjar og verslana og fyrirtækja í Hamraborginni. Markmiðið er að lífga upp á miðbæ Kópavogs.

Þeim, sem hafa hug á að selja vörur sínar í sölutjöldum eða bara beint úr skottinu á bílnum sínum, er bent á að hafa samband í gegnum netfangið: hamraborgarhatid@kopavogur.is.

Hátðiðin var haldin í fyrsta sinn í ágúst 2010 og er talið að þúsundir bæjarbúa hafi komið og notið dagsins í miklu blíðviðri.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem