Veðurstofan spáir sól á morgun og 11 stiga hita en dálítið hvössu veðri. Það er nú ekkert sem íbúar og verslunareigendur í Hamraborg ættu að kippa sér upp við, enda öllum veðrum og vindum vön. Að sögn veðurfræðings á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands sem við ræddum við í dag, verður stormurinn búinn að ganga niður um vestanvert landið í fyrramálið og strax farið að draga úr vindi um hádegið. Eins og staðan er í kortunum í dag er spáð 10-14 m/s á höfuðborgarsvæðinu um hádegið á morgun en til samanburðar hefur vindhraðinn í dag verið á bilinu 8-18 m/s.
Það verður kannski örlítið hvasst en örugglega mjög mikið gaman á Hamraborgarhátíðinni sem hefst á morgun.