Hamraborgin há og fögur (syngið með).

Dokið við og ekki fara langt því laugardaginn 31. ágúst verður Hamraborgarhátíðin haldin, fjórða árið í röð.

Hamraborgarhátíðin

Vel þekkti götumarkaðurinn „Beint úr skotti“ verður á sínum stað ásamt kynningum og viðburðum á vegum íþróttafélaga. Íþróttafélagið Glóðin verður með pönnukökubaksturskeppni, verslanir og þjónustufyrirtæki verða með kynningar og tilboð eins og fyrri ár og lifandi tónlist flæðir.

Stefán Karl Stefánsson (sem flestir þekkja sem Glanna glæp) og vinir hans mæta á svæðið með kandíflossvagninn.

Sirkus Íslands fyllir svæðið af skemmtun og hjörtun af gleði

Menningarstofnanir Kópavogs verða opnar: Molinn – Tónlistarsafnið – Náttúrufræðistofa, Bókasafn og Gerðarsafn.
Hittumst – gleðjumst og kynnumst hjarta Kópavogs.

Hér kemur óskalag frá lesanda, en það er að sjálfsögðu lagið Hamraborgin eftir Sigvalda Kaldaljóns eftir texta Davíðs Stefánssonar í flutningi Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar.  Gjörið svo vel að hækka í græjunum og syngja með!  🙂

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér