Dokið við og ekki fara langt því laugardaginn 31. ágúst verður Hamraborgarhátíðin haldin, fjórða árið í röð.
Vel þekkti götumarkaðurinn „Beint úr skotti“ verður á sínum stað ásamt kynningum og viðburðum á vegum íþróttafélaga. Íþróttafélagið Glóðin verður með pönnukökubaksturskeppni, verslanir og þjónustufyrirtæki verða með kynningar og tilboð eins og fyrri ár og lifandi tónlist flæðir.
Stefán Karl Stefánsson (sem flestir þekkja sem Glanna glæp) og vinir hans mæta á svæðið með kandíflossvagninn.
Sirkus Íslands fyllir svæðið af skemmtun og hjörtun af gleði
Menningarstofnanir Kópavogs verða opnar: Molinn – Tónlistarsafnið – Náttúrufræðistofa, Bókasafn og Gerðarsafn.
Hittumst – gleðjumst og kynnumst hjarta Kópavogs.
Hér kemur óskalag frá lesanda, en það er að sjálfsögðu lagið Hamraborgin eftir Sigvalda Kaldaljóns eftir texta Davíðs Stefánssonar í flutningi Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar. Gjörið svo vel að hækka í græjunum og syngja með! 🙂