Hamraborgin há og fögur (syngið með).

Dokið við og ekki fara langt því laugardaginn 31. ágúst verður Hamraborgarhátíðin haldin, fjórða árið í röð.

Hamraborgarhátíðin

Vel þekkti götumarkaðurinn „Beint úr skotti“ verður á sínum stað ásamt kynningum og viðburðum á vegum íþróttafélaga. Íþróttafélagið Glóðin verður með pönnukökubaksturskeppni, verslanir og þjónustufyrirtæki verða með kynningar og tilboð eins og fyrri ár og lifandi tónlist flæðir.

Stefán Karl Stefánsson (sem flestir þekkja sem Glanna glæp) og vinir hans mæta á svæðið með kandíflossvagninn.

Sirkus Íslands fyllir svæðið af skemmtun og hjörtun af gleði

Menningarstofnanir Kópavogs verða opnar: Molinn – Tónlistarsafnið – Náttúrufræðistofa, Bókasafn og Gerðarsafn.
Hittumst – gleðjumst og kynnumst hjarta Kópavogs.

Hér kemur óskalag frá lesanda, en það er að sjálfsögðu lagið Hamraborgin eftir Sigvalda Kaldaljóns eftir texta Davíðs Stefánssonar í flutningi Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar.  Gjörið svo vel að hækka í græjunum og syngja með!  🙂

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar