Hamraborgin há og fögur (syngið með).

Dokið við og ekki fara langt því laugardaginn 31. ágúst verður Hamraborgarhátíðin haldin, fjórða árið í röð.

Hamraborgarhátíðin

Vel þekkti götumarkaðurinn „Beint úr skotti“ verður á sínum stað ásamt kynningum og viðburðum á vegum íþróttafélaga. Íþróttafélagið Glóðin verður með pönnukökubaksturskeppni, verslanir og þjónustufyrirtæki verða með kynningar og tilboð eins og fyrri ár og lifandi tónlist flæðir.

Stefán Karl Stefánsson (sem flestir þekkja sem Glanna glæp) og vinir hans mæta á svæðið með kandíflossvagninn.

Sirkus Íslands fyllir svæðið af skemmtun og hjörtun af gleði

Menningarstofnanir Kópavogs verða opnar: Molinn – Tónlistarsafnið – Náttúrufræðistofa, Bókasafn og Gerðarsafn.
Hittumst – gleðjumst og kynnumst hjarta Kópavogs.

Hér kemur óskalag frá lesanda, en það er að sjálfsögðu lagið Hamraborgin eftir Sigvalda Kaldaljóns eftir texta Davíðs Stefánssonar í flutningi Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar.  Gjörið svo vel að hækka í græjunum og syngja með!  🙂

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Gerðarsafn
578287_10200438551822106_1856711246_n
Bergljot Kristinsdottir
karen 2014 3
164382_1819045804368_1544496_n
Kvennahlauplogo-03
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Söluturninn á Kársnesi
Íbúafundur í Kópavogi