Kosningar eru í nánd og flokkarnir nota mismunandi aðferðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri við kjósendur. Sumir grilla fyrir sundlaugagesti, aðrir baka vöfflur og svo hafa nokkrir tekið ástfóstri við samfélagsmiðlana og senda frá sér skemmtileg myndbönd.
Kristín Sævarsdóttir, sem skipar fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar, segir tími til kominn að Gleðiganga verði í Hamraborginni, í þessu skemmtilega myndbandi: