Hamraborgin rís há og fögur

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata.

Umræðan
Margir eru uggandi yfir fyrirhuguðu nýju skipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs, Fannborgarreit og Traðarreit vestri, og það ekki að ástæðulausu. Um miðjan marsmánuð var kynnt vinnslutillaga að nýju aðal- og deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir umtalsverðri aukningu á byggingamagni á reitunum og meðal annars 16 hæða turn sem hýsa á hótel.

Hamraborgin er í hjarta höfuðborgarsvæðisins og það eru heilmikil tækifæri í uppbyggingu á svæðinu. Stofnleiðir almenningssamgangna fara þarna um og það er stutt í alla þjónustu og menningu. Það er því afar mikilvægt að vanda vel til verka, og einn af forsendunum fyrir því að vel takist til er virkt og gott samráð.

Eitt af grunngildum Pírata er beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur – Við teljum að allir ættu hafa rétt á að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Íbúar og hagsmunaaðilar á svæðinu eru sérfræðingar í nærumhverfi sínu og samráð við þá stuðlar að vandaðri ákvörðunartöku þar sem ákvarðanir eru teknar á betri þekkingargrunni.

Í þetta sinn fór kynning vinnslutillögunnar eingöngu fram rafrænt, þar sem bæði verkföll og Covid-19 gerðu erfitt fyrir að halda hefðbundinn kynningarfund. Það má spyrja sig hvort slíkt falli undir að vera á annan fullnægjandi hátt, en í kjölfar kynningarinnar kom í ljós að margir höfðu skoðun á tillögunni kölluðu eftir auknu samráði. 

Bæjarstjórn ætti alltaf að hafa það hugfast við ákvarðanatöku að valdið kemur fram frá íbúum bæjarins og þeir sem fara með það hverju sinni gera það aðeins í umboði íbúa. Þess má geta að bæjarstjórn hefur samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem yfirmarkmið Kópavogsbæjar, en heimsmarkmið 11.3 fjallar um að íbúar taki meiri þátt í skipulagsmálum. Gott markmið sem ætti að sjálfsögðu að vinna eftir.

Við fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar höfum lagt þá tillögu fyrir skipulagsráð að farið verið í opið og faglegt þátttökuskipulag vegna umrædds reits þar sem hagsmunaaðilar og starfsfólk bæjarins vinna saman undir stjórn fagaðila að góðri lausn sem tekur mið af væntingum og þörfum núverandi sem og tilvonandi íbúa og hagsmunaaðila. 

Harmaborgarsvæðið er miðbærinn okkar og hér er tækifæri til þess að skipuleggja svæðið í virku samráði og góðri sátt. Við skulum ekki flýta okkur um of heldur gera þetta vel.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karsnesskoli
Kópavogur
1501816_599821193417374_1456742139_n
2013-09-15-1787
Notan2014_SK
Karen
Kópavogur
VEFBORDI_310X400