• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Hamraborgin rís há og fögur

Hamraborgin rís há og fögur
ritstjorn
13/05/2020
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata.

Umræðan
Margir eru uggandi yfir fyrirhuguðu nýju skipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs, Fannborgarreit og Traðarreit vestri, og það ekki að ástæðulausu. Um miðjan marsmánuð var kynnt vinnslutillaga að nýju aðal- og deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir umtalsverðri aukningu á byggingamagni á reitunum og meðal annars 16 hæða turn sem hýsa á hótel.

Hamraborgin er í hjarta höfuðborgarsvæðisins og það eru heilmikil tækifæri í uppbyggingu á svæðinu. Stofnleiðir almenningssamgangna fara þarna um og það er stutt í alla þjónustu og menningu. Það er því afar mikilvægt að vanda vel til verka, og einn af forsendunum fyrir því að vel takist til er virkt og gott samráð.

Eitt af grunngildum Pírata er beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur – Við teljum að allir ættu hafa rétt á að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Íbúar og hagsmunaaðilar á svæðinu eru sérfræðingar í nærumhverfi sínu og samráð við þá stuðlar að vandaðri ákvörðunartöku þar sem ákvarðanir eru teknar á betri þekkingargrunni.

Í þetta sinn fór kynning vinnslutillögunnar eingöngu fram rafrænt, þar sem bæði verkföll og Covid-19 gerðu erfitt fyrir að halda hefðbundinn kynningarfund. Það má spyrja sig hvort slíkt falli undir að vera á annan fullnægjandi hátt, en í kjölfar kynningarinnar kom í ljós að margir höfðu skoðun á tillögunni kölluðu eftir auknu samráði. 

Bæjarstjórn ætti alltaf að hafa það hugfast við ákvarðanatöku að valdið kemur fram frá íbúum bæjarins og þeir sem fara með það hverju sinni gera það aðeins í umboði íbúa. Þess má geta að bæjarstjórn hefur samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem yfirmarkmið Kópavogsbæjar, en heimsmarkmið 11.3 fjallar um að íbúar taki meiri þátt í skipulagsmálum. Gott markmið sem ætti að sjálfsögðu að vinna eftir.

Við fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar höfum lagt þá tillögu fyrir skipulagsráð að farið verið í opið og faglegt þátttökuskipulag vegna umrædds reits þar sem hagsmunaaðilar og starfsfólk bæjarins vinna saman undir stjórn fagaðila að góðri lausn sem tekur mið af væntingum og þörfum núverandi sem og tilvonandi íbúa og hagsmunaaðila. 

Harmaborgarsvæðið er miðbærinn okkar og hér er tækifæri til þess að skipuleggja svæðið í virku samráði og góðri sátt. Við skulum ekki flýta okkur um of heldur gera þetta vel.

Efnisorðfannborgfeaturedhamraborgumræðan
Aðsent
13/05/2020
ritstjorn

Efnisorðfannborgfeaturedhamraborgumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.